Fara í efni

Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Í dag deili ég með þér uppáhalds bústinu mínu þessa dagana, chai krydduð himnasending, sem og formúlu til að gera þitt eigið búst heima - sem smakkast alltaf jafn vel! Chai bústið mitt gefur þér góða orku út daginn og dregur sérstaklega úr bólgum og bjúg! Það er smá galdur á bakvið fullkomið búst og snýr það helst að því að hafa rétt hlutföll hráefna svo hægt sé að draga fram gott bragð og að hafa drykkinn sem næringaríkastan.
Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Í dag deili ég með þér uppáhalds bústinu mínu þessa dagana, chai krydduð himnasending, sem og formúlu til að gera þitt eigið búst heima - sem smakkast alltaf jafn vel!

Chai bústið mitt gefur þér góða orku út daginn og dregur sérstaklega úr bólgum og bjúg!

Það er smá galdur á bakvið fullkomið búst og snýr það helst að því að hafa rétt hlutföll hráefna svo hægt sé að draga fram gott bragð og að hafa drykkinn sem næringaríkastan. 

Ein helstu mistökin í búst-gerð eru að hafa hlutföll hráefna í ójafnvægi eða gleyma lykilhráefnum eins og t.d. hollri fitu sem skiptir gríðarlegu máli fyrir áferð og til þess að drykkurinn geti komið í stað máltíða. 

DSC_5485

Það ætti enginn að drekka vont búst héðan í frá enda endalausir möguleikar sem hægt er að sníða eftir smekk hvers og eins! Góð búst eru frábær fyrir þá sem eiga annríkt, glíma við sykurlöngun og eitthvað sem allir ættu að komast uppá lagið með. 

DSC_5497

Setti ég saman einfaldan leiðarvísi hér sem sýnir þér formúluna á bak við hið fullkomna búst og segir til um hvað er gott og hvað ekki.

Þessi leiðarvísir hefur verið í algjöru uppáhaldi hjá þeim sem hefja Nýtt líf og Ný þú þjálfun hjá mér og langar mig að deila honum með þér ókeypis í dag þar sem skráningu í þjálfun lýkur morgun! Er þetta því síðasti dagurinn til að hugsa þig um hvort þú viljir taka þátt í ár, enda hefst þjálfun ekki aftur fyrr en 2019!

Prótein, holl fita og kolvetni í réttum hlutföllum eru nauðsynleg svo drykkir gefi okkur góða seddu og næringu. Hér að ofan sérðu hráefnin sem ég nota í chai drykkinn. Aukalega hef ég alltaf eitthvað grænt í bústinu, hvort sem það sé með salati eins og grænkáli eða með grænu dufti vegna gríðarlegra heilsuávinninga, næringu og eiginleika til að efla orku og draga úr sykurlöngun!

Smelltu hér til að tyggja þér formúluna að fullkomnum grænum drykk og fáðu að vita rétt hlutföll hráefna til að nota og fæðutegundir til að skipta út fyrir. 

DSC_5540 

Chai bústið er einstaklega gott fyrir meltinguna þar sem chai kryddin eru sérstaklega bólgueyðandi. Aukalega nota ég maca sem er gríðarlega orkugefandi, steinefnaríkt og sagt koma jafnvægi á sálina og líkama.  Ef þú ert á breytingarskeiði gæti maca einnig verið gott enda kemur það gott jafnvægi á hormónastarfsemina.

Chai bústið bragðast nánast eins og eftirréttur og mæli ég jafnvel með að þú gerir tvöfaldan skammt og deilir með þeim sem þér þykir vænt um! 

DSC_5562

Chai kryddað búst

1 bolli haframjólk eða möndlumjólk (ég notaði frá Isola sem fæst í Nettó)

½ bolli kókosmjólk (einnig má nota hafra- eða möndlumjólk en kókosmjólkin þykkir drykkinn vel)

1 banani

bygggrasaduft/hveitigras/annað grænt duft* (Notað í staðinn fyrir grænt grænmeti. Ég notaði grænt duft frá Loveraw sem fæst í Nettó)

¼ bolli hafrar

1 tsk chai kryddblanda (sjá neðar)

1/2 tsk vanilluduft eða dropar

1 stór medjool daðla

vanillupróteinduft eða 2 msk hemp fræ*

1 msk hörfræolía eða hemp olía (einnig má nota kókosolíu brædda)

Chai krydd

1/4 tsk kanil

¼ tsk maca

1/4 tsk malaðar kardimommur

1/4 tsk engiferduft

1/2 tsk rósapipar, kraminn í lófa

salt 

Skreytt með..
höfrum, kanil, rósapipar

1. Mælið út chai krydd í litla skál. Þetta fyrirbyggir að óvart sé sett of mikið af kryddum í bústið

2. Setjið næst öll hráefni drykkjarins fyrir utan olíuna í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið olíunni útí rétt undir lok og hrærið örlítið til viðbótar.

Drykkurinn geymist vel í kæli í 2-3 daga. Öll hráefni fást í Nettó.

Ég mæli síðan með að þú nælir þér í gjöf mína til þín, formúluna að hinu fullkomna bústi hér (á meðan þú getur) og komist vonandi betur uppá lagið með að útfæra gott búst sem bragðast alltaf dásamlega!

Leiðarvísirinn er þannig upp settur að þú getur prentað hann út og hengt á ísskápinn eða geymt í eldhúsinu.

Með skráningu lærir þú einnig um Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífstílsþjálfun sem lokar fyrir skráningu á morgun.

Ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert orðin leið á að enda alltaf í sama farinu… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu.. Er þetta tíminn þinn! (næsta þjálfun verður ekki haldin fyrr en haustið 2019)

Ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að VARANLEGUM árangri, leiðina sem hentar ÞÉR.

Þér er sannarlega ætlað að lifa full af orku, laus við leiðindakílóin sem þvælst hafa fyrir þér, frjáls til að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn — lífsglöð og sátt!

Ef þú hefur sett heilsuna á hakann í dágóðan tíma er tími til kominn að gera eitthvað fyrir þig svo komdu yfir í góðan félagsskap kvenna sem allar vinna að sama markinu!

 

Heilsa og hamingja,
jmsignature