Fara í efni

Hafrar gera öllum gott

Amma þín og skotarnir borðuðu hafra og mikið af þeim. Þeir eru ódýrir og hollir.
Hafragrautur alla morgna
Hafragrautur alla morgna

Amma þín og skotarnir borðuðu hafra og mikið af þeim. Þeir eru ódýrir og hollir.

Ég t.d borða hafra afþví þeir eru bragðgóðir, næringaríkir og svo margt fleira. Á mínu lista yfir ofurmat, þá eru hafrar afar ofarlega.

Það er í raun satt sem þú heyrir í auglýsingum í sjónvarpinu, “þessir hafrakubbar eru góðir fyrir þig” og já, þá sérstaklega ef þú býrð þá til sjálf.

Hér eru nokkrar góðar ástæður til að elska hafra

1.     Hafrar eru afar lágir í kaloríum og þeir koma í veg fyrir svengdartilfinninguna

Í einum bolla af höfrum eru bara 130 kaloríur. Hafrar staldra lengur við í maganum og þannig ertu saddari lengur. Þú ferð ekki tveimur tímum eftir að hafa skellt í þig hafragraut að grúska í ísskápnum eftir einhverju til að narta í.

2.     Harfar eru mjög trefja og próteinríkir

Hafrar eru afar ofarlega á listanum yfir þá fæðu sem er rík af próteini.

3.     Hafrar koma lagi á blóðsykurinn og draga úr líkum á sykursýki II

Ríkur af trefjum og flóknum kolvetnum ásamt magnesíum næra þeir líkamann vel.

4.     Dregur úr slæma kólestrólinu (án þess að hafa áhrif á góða kólestrólið)

Margar rannsókir hafa sýnt fram á að hinir einstöku trefjar í höfrum sem heita beta-glucan hafa mjög góð áhrif á kólestról magn í líkamanum.

5.     Hafrar henta þeim sem eru viðkæmir fyrir glúteini

Þeir sem eru viðkæmir fyrir glúteini geta borðað hafra. En ef þú þolir alls ekki glútein skaltu ekki borða hafra.

6.     Hafrar eru ríkir af lignans sem ver okkur gegn hjartasjúkdómum og krabbameini.

Hafrar, eins og mörg önnur gróf korn innihalda lignans. Ein tegund lignan heitir enterolactone og er talin verja líkamann gegn brjóstakrabbameini og hjartasjúkdómum.

Heimild: healthdigezt.com