Fara í efni

FAGNIÐ er þrautaleikur fyrir alla fjölskylduna sem fer fram sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl 2016

FAGNIÐ er þrautaleikur fyrir alla fjölskylduna sem fer fram sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl 2016 þar sem hægt verður að vinna veglega vinninga. Leikurinn er unnin af hópi MPM-nema Háskóla Reykjavíkur í samstarfi við Skátana, Securitas og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa stutt við verkefnið. Instagram #fagniðsumri
FAGNIÐ er þrautaleikur fyrir alla fjölskylduna sem fer fram sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl 2016

FAGNIÐ er þrautaleikur fyrir alla fjölskylduna sem fer fram sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl 2016 þar sem hægt verður að vinna veglega vinninga.

Leikurinn er unnin af hópi MPM-nema Háskóla Reykjavíkur í samstarfi við Skátana, Securitas og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa stutt við verkefnið.

Instagram #fagniðsumri

 

Hvernig tekur þú þátt?


  • Leystu eins margar þrautir og fjölskyldunni langar til.
  • Deildu mynd eða myndbandi af fjölskyldunni að leysa þrautina á Instagram með myllumerkinu #fagniðsumri. Því fleiri myndir/myndbönd því meiri líkur á vinningi.
  • Eða sendu inn mynd hér (virkar ekki i snjalltækjum)
  • Deila þarf myndunum fyrir miðnætti 22. apríl.

Listi yfir vinningshafa munu birtast á Facebook-síðu leiksins þann 25. apríl.

 

Þrautirnar


Þrautir leiksins eru 30 talsins og getur fjölskyldan valið um að taka þátt sér til skemmtunar og án allra skuldbindinga, eða átt kost á því að vinna fjölda vinninga með því að deila reynslu sinni af því að leysa þrautirnar á samskiptamiðlum. Þrautirnar eru fjölbreyttar og ættu allar fjölskyldur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hér er hægt að hlaða niður þrautunum í PDF.

1. Gefa fjölskylduliðinu nafn og búa til skjaldarmerki þess
2. Útbúa fána fjölskyldunnar
3. Búa til FAGN fjölskyldunnar og nota það til að fagna öllum sigruðum þrautum
4. Fleyta kerlingar á sjó/vatni
5. Gera góðverk
6. Búa til sumardrykk fjölskyldunnar
7. Taka fjölskyldumyndir með eftirfarandi í bakgrunni: Fjall, stopp skilti, dýr, lögreglumann og tré
8. Fara í þrautarkóng í verslun
9. Gefa öndunum brauð og syngja Litlu andarungarnir
10. Byggja sandkastala
11. Búa til fjölskyldusögu og teikna mynd
12. Fara í lautarferð
13. Grilla sykurpúða og segja sögur
14. Hrósa ókunnugum
15. Taka flippaða fjölskyldu selfie
16. Ganga afturábak í skrúðgöngu
17. Búa til listaverk úr því sem þið finnið í náttúrunni
18. Vaða í sjó/vatn/læk
19. Safna í krukku hlutum sem byrja á stöfunum: F A G N I D S U M R I
20. Gefa 5 ókunnugum „high five" á hverfahátíð
21. Búa til risastórann broskall
22. Sippkeppni (hver er fljótastur að sippa 50 sinnum)
23. Fá ferðamann/menn til að taka þátt í leik með fjölskyldunni
24. Reisa 5 hæða spilaborg
25. Fjölskyldumeðlimir mynda skúlptúr
26. Haldið plankakeppni fjölskyldunnar
27. Búa til tónlistarmyndband fjölskyldunnar
28. Fjölskyldumyndataka með frægum einstaklingi
29. Framkvæmið vísindatilraun fjölskyldunnar
30. Farið í boðhlaupsmyllu

 

Verið með í skemmtilegum leik á sumardaginn fyrsta, sem sagt í dag.