Fara í efni

Breyttur lífsstíll er það kúr ?

Heila málið . Sættast við sjálfan sig. Vilja gera betur og hafa fáranlega mikla trú á sjálfum sér.
Breyttur lífsstíll er einstaklingsbundið.
Breyttur lífsstíll er einstaklingsbundið.

Góðan daginn.

Já "Breyttur Lífsstíll"
Hvað er það nú eiginlega?
Og hverju breytir það nú?

Ég er svo oft spurð af þessu.
Sem er bara frábært.
Því hvernig á fólk að skilja þetta allt saman.
Einn daginn á maður að svelta sig og verða mjór.
Hinn daginn vigta ofan í sig allt sem í gegnum meltinguna fer.
Svo eru það kjólanámskeiðin...komast í litla kvikyndið fyrir jól :)
Nú og tala nú ekki um öll Detox námskeiðin þar sem fólk gengur svo um svimandi og hugsar og dreymir um Kleinuhringi á lokadegi.
Sumir kjósa drekka duft virkar það út lífið ?
Aðrir kaupa ALLAR nýja megrunar vörur sem koma á markaðinn....."því það var mynd í blaðinu " þetta virkar...nú skal mjókkað.
Með pillum þá !?!
Já það er svo margt í gangi.

Svo hvaða bull er þetta "Nýr Lífsstíll "
Afhverju ætti það að virka og hvað er þetta dæmi allt saman.

Fyrir mér er þetta manns eigin vegur.
Það er ekkert eitt...."Breyttur lífsstíll" og við göngum þann veg og allir mjóir og glaðir.
Neibb.
Það vilja breyta því sem hreinlega er að hálf drepa mann verður að koma frá manni sjálfum.
Það er hægt að breyta litlum hlutum og það er líka hægt að fara út í stórbreytingar bara alveg NÚNA.
En fyrir mig virkaði þetta best að setjast niður sættast við orðin hlut og öll mín kíló.
Sætta mig við MS sjúkdóminn og Rósrauðan.
Sætta mig við SJÁLFAN mig alveg eins og ég er.
Með öllum göllum og kostum :)
Öllum aukakílóunum og veseni í kringum það.
Vinna mig út úr því ómögulega inn í nýjan heim sem ég er bara rétt komin inn fyrir þröskuldinn á 
Finna léttari leið að betra lífi.
Án þess að þurfa breyta öllu mínu lífsmunstri ( sem gerist nú samt ...maður fattar það bara eftir á 

Afhverju komu öll þessi aukakíló á?
Afhverju hef ég ekki hreyft mig?
Afhverju var ég komin á öll þessi lyf?
Hvað fór úrskeiðis.

Ég hreinlega missti tökin og það fyrir mér er það fyrsta sem maður þarf að feisa.
Að hreinlega viðurkenna sín mistök og vilja sjálfum sér betur .
Og gefa sjálfum sér lengri tíma en eitt lítið átak til að átta sig á að það er til vegur til baka 
Hann er holóttur og stundum nærri ófær.
Og maður þarf stundum að skríða .
Og jafnvel grenja :)
En þessi vegur er þarna úti.
Maður þarf bara að finna leiðina að honum.
Það er breyttur lífsstíll.
Að vilja breyta því sem er komið í þrot.
Og vilja finna sinn veg til baka.
Engin getur farið alveg í sömu hjólförin og ég þennan veg eða þá sem á undan mér hafa farið.
Því við erum svo allskonar :)
Þarfir okkar eru misjöfn.
Bæði með fæðu og hreyfingu.
" One size fit all " er ekki til .
Nema í einhverjum töfraheimi.

Heila málið .
Sættast við sjálfan sig.
Vilja gera betur og hafa fáranlega mikla trú á sjálfum sér.
Stundum svo mikla trú að þú getur bilast úr hlátri yfir sjálfum þér....þér "hlussunni sem ekkert getur"
Úff ég get stundum tekið í sjálfan mig í gegn fyrir þessi orð sem ég gat kallað sjálfan mig hér áður .
ALLT er hægt .
Meira að segja breyta dauðþreyttri uppgefni húsmóður í rugl eintak sem hoppar í íþróttaföt á morgnana spænir í gymið og tekur á 
Já kraftarverkin eru þarna úti bara láttu þau rætast :)

Eigið góðan dag.