Fara í efni

Bláberjastangir með ferskum bláberjum

Bláberjastangir með ferskum bláberjum

Bláberjastangir með ferskum bláberjum.

 

Hráefni:

180 gr sykur (1)

1 tsk lyftiduft

400 gr hveiti

220 gr smjör við stofuhita

1 egg

¼ tsk salt

Börkur og safi úr einni sítrónu

500 gr fersk bláber frá Driscoll's

90 gr sykur (2)

4 tsk kartöflumjöl

Leiðbeiningar:

1. Blandið sykri, lyftidufti og hveiti saman í skál.

2. Setjið salt og sítrónubörk út í og blandið saman.

3. Bætið þá egginu og smjörinu og hrærið með K-inu eða í höndunum þar til vel blandað.

4. Setjið fersk bláber, sítrónusafa og kartöflumjöl í aðra skál og veltið berjunum upp úr blöndunni og leggið til hliðar.

5. Spreyið um 20x30cm bökunarform með PAM og klæðið bökunarpappír.

6. Þjappið helmingnum af deigblöndunni í botninn á forminu, hellið berjablöndunni þar yfir og myljið svo restina af deiginu yfir berin.

7. Bakið við 180°C í um 45 mínútur eða þar til bakan fer að brúnast að ofan.

8. Kælið og lyftið upp úr forminu til að skera í bita.