Fara í efni

Á fyrsta æviári barna þroskast heilinn jafnhratt og hann gerir í móðurkviði

Áhrifin sem foreldrar/umönnunaraðilar hafa á börn allt frá fæðingu eru gríðarlega mikil. Harward University center on the developing child hefur gefið út nokkra punkta sem lýsa því hverju börn eru útsett fyrir og hvað hefur áhrif á þau. Á fyrsta æviárinu er heilinn að þroskast jafnhratt og hann gerir í móðurkviði, svo hægist smátt og smátt á honum. Til dæmis er “skynsami (prefrontal)” hluti heilans ekki orðin nægilega þroskaður hjá fólki fyrr en um og eftir þrítugt og aðeins seinna hjá körlum.
Á fyrsta æviári barna þroskast heilinn jafnhratt og hann gerir í móðurkviði

Áhrifin sem foreldrar/umönnunaraðilar hafa á börn allt frá fæðingu eru gríðarlega mikil. Harward University center on the developing child hefur gefið út nokkra punkta sem lýsa því hverju börn eru útsett fyrir og hvað hefur áhrif á þau.

Á fyrsta æviárinu er heilinn að þroskast jafnhratt og hann gerir í móðurkviði, svo hægist smátt og smátt á honum. Til dæmis er “skynsami (prefrontal)” hluti heilans ekki orðin nægilega þroskaður hjá fólki fyrr en um og eftir þrítugt og aðeins seinna hjá körlum.

1. Heilinn byggist upp yfir tíma. Arkitektúr heilans byggist upp í gegnum viðvarandi ferli sem byrjar áður en við fæðumst og heldur áfram fram á fullorðinsaldur. Atburðir snemma á ævinni hafa áhrif á gæði arkitektúrsins, geta þá annarsvegar myndað sterkan eða brothættan grunn fyrir alla þekkingu, heilsu og hegðun sem kemur í framhaldinu. Eins og þegar hús er byggt á veikum grunni, hefur þar af leiðandi áhrif á styrkleika hússins. Fyrstu árin af lífinu að þá eru 700 nýjar taugatengingar að myndast á hverri sekúndu. Eftir þetta ferli af hraðri fjölgun, þá fer ferli í gang sem kallast “pruning” og þá velur heilinn út þær taugatengingar sem eru mikilvægar til að heilinn verði sem skilvirkastur og hendir hinum út. Semsagt skerpir frekar þessar mikilvægu taugatengingar og hendir hinum út.

2. Erfðir og reynsla mótar heilann sem er í stöðugri þróun. Vísindafólk hefur komist að því að stór þáttur í þróunarferlinu á sér stað í ferli sem kallast “serve and return”. Það er sambandið á milli barna og fullorðins einstaklings, hvort sem um er að ræða foreldra, fjölskyldu eða samfélagið almennt. Þetta eru þau viðbrögð sem ungabarn/barn fær til dæmis þegar það hjalar, bendir eða grætur. Þessi viðbrögð eru til dæmis þau að ungabarnið/barnið fái viðbrögð við ofantöldu eins og augnsamband, spjall eða faðmlag. Með því er verið að byggja upp eða styrkja taugatengingar í heila ungabarna/barna sem styrkir svo þróunina á samskiptum og félagslegri færni. Ef börn fá ekki þessi viðbrögð eða ef þau eru óáreiðanleg eða óviðeigandi, þá hefur það áhrif á arkitektúr heilans og hann þróast ekki eins og hann ætti að gera. Það getur þá haft áhrif á þekkingu og hegðun hjá einstaklingnum. Börn fá til dæmis ekki þessi viðbrögð þegar þau horfa á sjónvarpið, fá semsagt ekki rétt viðbrögð við hjalinu, bendingum eða gráti sem er þó í lagi í hófi.

3. Hæfileiki heilans til að breytast og þróast minnkar með aldrinum. Heilinn er móttækilegastur á barnsaldri til að taka við upplýsingum og draga af þeim lærdóm, eftir því sem heilinn þroskast meira og verður sérhæfðari til að taka við flóknari upplýsingum að þá á hann erfiðara með að þekkja og aðlagast nýjum eða óviðbúnum áskorunum. Þetta þýðir að það er auðveldara að hafa áhrif á arkitektúr í heila barna sem er í stöðugri þróun heldur en hjá einstaklingum á fullorðinsaldri. Þeim mun fyrr sem gripið er inn í þeim mun meira er hægt að gera.

4. Mikil streita getur haft mjög slæm áhrif á arkitektúr heilans sem er í þróun, það getur svo leitt til vandamála út lífið í tengslum við þekkingu, hegðun, líkamlega og andlega heilsu. Vísindafólk hefur komist að því að krónísk og sífelld streita í æsku vegna fátæktar, misnotkunar eða þunglyndis svo dæmi séu tekin getur haft töluverð neikvæð áhrif á heila sem er í þróun. Ef stuðningur frá fullorðnum einstaklingi er ekki til staðar við ofantaldar aðstæður að þá getur streitan haft mikil áhrif á arkitektúr heilans. Semsagt ef barn hefur góðan stuðning frá fullorðnum einstakling þrátt fyrir slæmar aðstæður að þá vegur það vel upp á móti.

Heimild: In Brief: The Science of Early Childhood Development.

Harvard University Center on the Developing Child.

Grein af vef netsjukrathjalfun.is