Austurlensk kókós kjúklingasúpa

Girnileg súpa frá Lólý.is
Girnileg súpa frá Lólý.is

Súpur eru alltaf svo góđar og ljúft ađ gera svolítiđ magn af ţeim ţví ţá á mađur alltaf afgang daginn eftir.  Og súpur eru yfirleitt eitthvađ sem bragđast best daginn eftir. Ţess vegna geri ég oft súpu ađ kvöldi til sem ég er svo međ í matinn daginn eftir sem er svo yndislegt, ađ ţurfa ekkert annađ en ađ hita súpuna upp og eiga gott brauđ međ. Matartíminn verđur ekki einfaldari.

 

 

Ţessi súpa er svo mikiđ geggjuđ og yndisleg og ég held ađ ég gćti borđađ endalaust af henni. Ţađ eru örugglega orđin 10 ár síđan ég gerđi ţessa fyrst og hún stendur alltaf fyrir sínu.

 

3 kjúklingabringur
1 rauđ paprika
1 gul paprika
1 cm engifer
2 hvítlauksrif
2 msk karrý
1 msk kóríander duft
2 dósir kókosmjólk
3 msk tómatpúreé
vatn sem samsvarar 2 dósum af kókósmjólk
1 hnefi ferskt kóríander
2 vorlaukar
1/2 rauđur chilli
1/2 pakki eggjanúđlur
2 kjúklingateningar
salt og pipar(eftir smekk)
1-2 msk hnetusmjör(ef vill en alls ekki nauđsynlegt)

Skeriđ kjúklinginn í bita.  Skeriđ paprikuna, vorlaukana og chilli í bita.  Pressiđ hvítlaukinn og rífiđ engiferiđ, saxiđ niđur ferska kóríanderiđ.  Steikiđ kjúklinginn, paprikuna,chilli, hvítlaukinn, karrýiđ, kóríander kryddiđ og engiferiđ saman í potti.. bćtiđ tómatpureé saman viđ og steikiđ ţangađ til kjúklingurinn er tilbúinn eđa hvítur og steiktur í gegn.  Helliđ kókosmjólkinni og vatninu yfir og látiđ suđuna koma upp.
Látiđ sjóđa í 10 mínútur, smakkiđ til og kryddiđ međ salti og pipar og jafnvel smá chillidufti ef mađur vill hafa súpuna bragđmikla.  Ţađ er líka mjög gott ađ nota hálfan pakka af eggjanúđlum og sjóđa ţćr í vatni áđur en ţćr eru settar út í súpuna.
Ađ lokum set ég 2 teningum af kjúklingakrafti út í.
 Ţađ er best ađ gera ţessa súpu deginum áđur ţví ţá nćr hún fullkomna bragđinu eins og er međ flestar súpur. Svo er gott ađ bćta fersku kóríander viđ rétt áđur en hún er borin fram.

 

Tengt efni:


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré