Spaghetti međ risarćkjum frá Eldhúsperlum

Yngsta međliminum á heimilinu ţykir spaghetti alveg ofbođslega gott. Ţađ gćti sennilega veriđ til skiptis, spaghetti, pylsubrauđ og pizza međ ananas alla daga og hann vćri nokkuđ sáttur.

Hann er reyndar líka frekar mikill gúrmei mađur og kann vel ađ meta hluti eins og bragđsterka osta (parmesan sérstaklega), rćkjur, humar, ólívur og ţar fram eftir götunum. En hann pantađi sumsé ađ hafa spaghetti í matinn í kvöld og varđ ađ ósk sinni.

Ég gat reyndar ekki hugsađ mér í ţetta skiptiđ ađ gera hefđbundna bolognese sósu ţó hún sé góđ og gild og ákvađ ţví ađ gera létt og bragđmikiđ spaghetti međ risarćkjum. Rétturinn var mjög bragđgóđur og var sá litli mjög hrifinn og borđađi vel ! Ţetta er kannski dálítiđ sumarlegur réttur, en hvađ er betra í mínus fjórum en ţegar eldhúsiđ ilmar eins og veitingastađur um hásumar í ítölskum strandbć?

Spaghetti međ risarćkjum: (fyrir 3-4)

 • 300-400 gr frosnar hráar risarćkjur, hreinsađar og skornar í tvennt langsum.
 • 2 skallottulaukar, smátt saxađir
 • 1-2 hvítlauksrif, smátt söxuđ (má sleppa og nota bara skallottulaukinn)
 • 1 askja piccolo tómatar eđa kirsuberjatómatar
 • 1 vćn lúka fersk steinselja, smátt söxuđ
 • Safi úr einni sítrónu
 • 400 gr Spaghetti
 • Ólífuolía, salt og pipar
 • 2-3 msk parmesan
 • Klettasalat og smátt saxađur chilli (má sleppa)

Ađferđ:

Rćkjurnar afţýddar, hreinsađar og skornar í tvennt eftir endilöngu. Ţerrađar á eldhúspappír og kryddađar međ salti og pipar. Spaghetti sođiđ eftir leiđbeiningum á pakkanum. Á međan ţađ sýđur eru laukurinn og hvítlaukinn steiktur á pönnu í ca. 3 msk af ólífuolíu viđ međalhita í um 3-4 mínútur. Tómötunum bćtt út á og hitinn hćkkađur og rćkjurnar settar á pönnuna. Steikt í 2-3 mínútur eđa ţar til rćkjurnar eru orđnar bleikar. Tómatarnir kramdir ađeins međ sleifinni eđa spađanum. Ţá er sítrónusafanum bćtt út á auk steinseljunnar. Saltađ og piprađ.

Sigtiđ vatniđ frá spaghettíinu ţegar ţađ er al dente, en takiđ frá 1 bolla af sođvatninu. Spaghettíiđ sett á pönnuna og blandađ saman viđ rćkjurnar. Ég sett alveg 1 bolla af sođvatninu međ og skreytti svo međ steinselju og reif smá parmesan yfir. Muniđ svo ađ smakka til međ salti og pipar. Ég bar spaghettíiđ fram međ smá klettasalati og dreifđi örlitlu af söxuđum chilli yfir fyrir fullorđna fólkiđ.

Ţađ vćri sennilega ekki úr vegi ađ drekka glas af ísköldu dálítíđ ţurru hvítvíni međ ţessum rétti..

 

Uppskrift af vef eldhusperlur.com

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré