Fara í efni

SALTFISKPLOKKARI - Frá strákunum hjá Ekta Fisk

Fátt finnst okkur betra en heitur saltfiskplokkari með þrumara á kantinum. Hér er einföld og góð uppskrift fyrir tvo til þrjá sem við þreytumst seint á að mæla með.
SALTFISKPLOKKARI - Frá strákunum hjá Ekta Fisk

Fátt finnst okkur betra en heitur saltfiskplokkari með þrumara á kantinum.

Hér er einföld og góð uppskrift fyrir tvo til þrjá sem við þreytumst seint á að mæla með.

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

  • 500gr útvatnaður saltfiskur
  • 1 laukur
  • 1 púrrulaukur
  • 1 askja rjómaostur
  • 1 lítill gráðostur
  • 1 rjómaostur með kryddblöndu
  • Ostur
  • Gulrætur eða stenselja
  • 300gr kartöflur
  • Mjólk
  • Rúgbrauð og smjör

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 200°. Sjóðið saltfiskinn og kartöflurnar og skerið í bita. Saxið
laukinn og púrrulaukinn smátt og látið sjóða í mjólkinni (látið fljóta vel yfir).
Bætið gráðostinum og rjómaostinum út í mjólkina og sjóðið í jafning. Setjið
saltfiskinn út í ásamt kartöflunum, hrærið saman gætilega og hellið í eldfast fat.
Rífið svo ostinn yfir.

Bakað í ofninum í um 10-15 mínútur eða þar til osturinn er orðin brúnaður.
Takið fatið út og stráið rifnum gulrótum yfir eða skreytið með steinselju.

Borið fram með rúgbrauði og smjöri.

Verði ykkur að góðu!

Uppskrift af síðu ektafiskur.is