Fara í efni

KÓRÍANDER ÝSA MEÐ SALSAHRÍSGRJÓNUM OG PISTASÍUHNETUM

Dásamlegur fiskréttur.
KÓRÍANDERÝSA
KÓRÍANDERÝSA

Það er alltaf tilefni til þess að hafa fisk í matinn. 

Skelltu í þennan rétt þegar þig langar í fisk á þinn disk.

 

Salsa:

  • 350 g hýðishrísgrjón700 ml vatn
  • 2 stk rauð greipaldin,
  • afhýdd og skorin í bita
  • 1 stk mangó, afhýtt, steinhreinsað og skorið í bita
  • 1 stk granatepli
  • 1/3 stk rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
  • safi úr 1 límónu
  • 2–3 stk vorlaukar, saxaðir

Ýsa:

  • 1,2 kg ýsa, beinhreinsuð og roðflett
  • 1–2 msk ólífuolía
  • salt


Kóríanderolía:

  • 1 handfylli af fersku kóríander
  • 1 dl ólífuolía
  • ½ tsk salt
Sjóðið hýðishrísgrjónin samkvæmt pakkningu og kælið stutta stund.
Blandið ávöxtunum saman við ásamt chili-aldininu, vorlauknum og safanum úr límónunni.
Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og hellið ólífuolíunni ofan á.
Skerið fiskinn í bita og raðið á plötuna. Stráið örlitlu af saltflögum yfir og bakið í 7 mínútur, örlítið lengur ef sneiðarnar eru þykkar.
Vinnið saman kóríander og ólífuolíu í matvinnsluvél og saltið.
Setjið salsahrísgrjónin á disk og leggið fiskstykki yfir. Hellið u.þ.b. 1 msk af kóríanderolíu yfir og stráið að lokum muldum pistasíuhnetum yfir.
 

Njótið vel!