Fara í efni

Spaghettí með kræklingi

Spaghetti með krækling ala ítalía
Spaghetti með krækling ala ítalía
Réttur fyrir 4.
360 g spaghettí, þurrkað 
500 g kræklingur 
4 stk. hvítlauksgeirar 
1 stk. ferskt chili 
hvítvín 
1 búnt steinselja, söxuð 
50 g smjör 
salt og pipar eftir smekk
sítrónur
 
Best er nota ferskan krækling í þennan rétt. Það þarf að þrífa skeljarnar vel áður en þær eru soðnar. Að því búnu þarf að taka frá og henda skeljum sem opnast ekki. Nota má frosinn krækling þegar svo ber undir. Sjóðið spaghettí í miklu vel söltu vatni. Setjið hvítlauk, chili, smá hvítvín og krækling í stóran pott og setjið lok á pottinn. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2 mín. Sigtið soðna spaghettíið og bætið út í pottinn ásamt steinselju og smjöri. Hrærið vel saman og smakkið til með salti og pipar.

Setjið réttinn á fat og berið fram með stórum sítrónubátum. Hægt er að laga frábæra pastarétti með ýmsum sósum og pestói.