Fara í efni

Morgunverðarís með banana

Stundum er það bara þannig að það er nóg að gera hjá manni á morgnana og þá er afskaplega gott að vera búin að undirbúa morgunmatinn kvöldinu áður. Þessi blanda var ofsalega góð og verður klárlega endurtekin.
Morgunverðarís með banana
Morgunverðarís með banana

Morgunverðarís með banana (F1)

1/3 bolli haframjöl
(eða kínóaflögur ef án glútens)
2 msk chia fræ
1 bolli möndlumjólk
½ tsk lífrænt kakóduft

Tveir bananar settir í frysti til að nota daginn eftir.

Öllu blandað saman í krukku
Sett í kæli yfir nótt.

Daginn eftir:

Ávextir (ferskir/frosnir) að eigin vali settir út í.
T.d. jarðarber, kiwi, bláber og mangó.

Tveir frosnir bananar settir í matvinnsluvél og

Blandað þar til áferðin er svipuð og ís.
Ísinn blandaður við grautinn.

Skreytt með kakónibbum.

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns