Fara í efni

MORGUNVERÐUR – Aspas með parmesan og soðnu (poached) eggi

Soðin egg á fína mátann ásamt aspas og parmesan gera þessa morgunverðar/bröns uppskrift létta eins og ský.
MORGUNVERÐUR – Aspas með parmesan og soðnu (poached) eggi

Soðin egg á fína mátann ásamt aspas og parmesan gera þessa morgunverðar/bröns uppskrift létta eins og ský.

Aspas er afar ríkur af K-vítamíni og fólín sýru sem heldur hjartastarfseminni á réttu róli. Einnig eru í þessari uppskrift 18 grömm af próteini.

Undirbúningur eru um 15 mínútur, eldunartími um 10 mínútur og uppskrift er fyrir 4.

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

8 stór egg

1 tsk salt – skipt til helminga

2 knippi af ferskum aspas – c.a 40 lengjur

1 msk af olíu að eigin vali

1 hvítlauksgeiri – saxaður

1 msk af ósöltuðu smjöri

2 msk af ferskum sítrónusafa

2 tsk af fínt saxaðri steinselju

Ferskur svartur pipar eftir smekk

4 msk af rifnum parmesan osti – skipta til helminga

Leiðbeiningar:

  1. Brjótið eggin í 8 lítil ítlát, eins og tebolla eða slíkt. Fyllið stóra pönnu af vatni og bætið saman við ediki og ½ tsk af salti, látið suðuna koma upp og hafið meðal hita.
  2. Á meðan suðan er að koma upp á pönnunni þá skaltu taka pott og setja vatn í hann og láta suðuna koma upp á meðal hita. Bættu aspas saman við og eldaðu í 3-4 mínútur. Taktu aspas úr potti helst með töng og settu til hiðar.
  3. Nú þarftu að nota minni pönnu. Bættu olíunni á hana og hafðu meðal hita. Á þessa pönnu setur þú hvítlaukinn og lætur krauma í um 1 mínútu. Og slökktu undir pönnunni. Bættu smjöri á pönnu og láttu það dreifast jafnt um hana. Settu sítrónusafann, steinseljuna, restina af saltinu og pipar og hrærðu aðeins í þessu til að blanda öllu saman. Bættu nú aspas saman við og 2 msk af parmesan og blanda öllu saman.
  4. Hægt og rólega skaltu núna setja eggin í vatnið sem er að sjóða á stóru pönnunni og elda þau í 2 mínútur. Slökktu svo á hitanum og taktu pönnuna af eldavélinni. Nú skiptir þú blöndunni af hinni pönnunni í fernt og setur á diska.
  5. Taktu eggin úr vatninu með góðri skeið, bara eitt í einu, settu tvö egg ofan á hvert beð af aspas. Helltu yfir ef það er einhver sósa eftir á pönnunni með blöndunni og dreifðu yfir allt saman restinni af parmesan ostinum.

Berið fram strax.

Njótið vel!