Fara í efni

Morgunmaturinn minn

Fæðan skiptir svo miklu máli. Alls ekki sleppa úr máltíð. Þá er bara tómt tjón Þá er ég eins og ruslatínu safnari
Morgunmaturinn.
Morgunmaturinn.

Góðan daginn.

Hressandi að vakna með harðsperrur :)
Veit ekki hvað það er ...en ég er að fíla þessar harðsperrur :)
Líkaminn að styrkjast og taka við sér.
Svo í gallann og Heilsuborgin bíður í morgunsárið.

Ef þú ert að pæla í að breyta um lífsstíl og byrja stússa aðeins í sjálfum þér hvar ætlarðu að byrja...eða hvar byrjaðirþú??
Mér fannst gott að reyna koma reglu á matarvenjur mínar.
Borða á svipuðum tíma á hverjum degi.
Koma upp reglu á morgunmatnum og halda svo áfram að sortera mig áfram.
Morgunmaturinn er fyrir mér aðal eldsneytið inn í daginn.
Og ég væri eins og harður diskur í ruglinu ef ég fengi ekki morgunmat.

Ég er voða vanaföst :)
Fæ mér næstum alltaf það sama í morgunmat .
Blanda mitt eigið músli.

Hrísflögur
Sólblómafræ
Hörfræ
Tröllahafrar
Rúgflögur

Þetta hristi ég allt saman í stóra glerkrukku.
Þetta er svona basic.
Stundum bæti ég svo við fræjum í skálina mína á morgnana.
Elska graskerafræ og sesam fræ.

Þetta fæ ég mér svona 30gr með fjörmjólk.
Kivi
Lindsoðið egg ( svona 2 í viku)
Hafkalk gull og Omega +D
Vatnsglas 
Kaffi sem ég brosi hringin eftir að hafa fengið fyrsta sopann 

Morgunmaturinn kemur mér til að takast á við daginn 

Síðan er að passa velja vel yfir daginn.
Vanda sig smá.
Og hægt og rólega koma upp sínum farveg.
Fæðan skiptir svo miklu máli.
Alls ekki sleppa úr máltíð.
Þá er bara tómt tjón :)
Þá er ég eins og ruslatínu safnari 

Jæja ég er semsagt komin í gallann.
Eftir stuðið ætla ég í garðinn minn.
Planta niður fræjum og grænmeti :)
Því sem ég var búið að sá fyrir inni....fór í smá tjón þegar að húsfrúin skildi þetta eftir í höndum Bóndans að sjá um.....kálið var ekki að fíla hann og stendó 
En þá er bara að kaupa meiri kálfræ og strá og sá út í sumarið 

Eigið góðan dag