Fara í efni

Hvít pizza með Ricotta osti og kúrbít

Flott pizza fyrir helgina.
Hvít pizza með Ricotta osti og kúrbít

Flott uppskrift af dásamlega góðri pizzu.

Gaman að gera öðruvísi pizzu um helgina.

Uppskrift er fyrir 2-4.

Hráefni pizzadeig:

500 g blátt KORNAX brauðhveiti

2,5 dl vatn

7,5 g þurrger

0,5 dl olía

1 tsk salt

1 tsk sykur – má sleppa og nota t.d hunang eða annað sætuefni.

Aðferð:

Leysið gerið upp í volgu vatni. Bætið KORNAX brauðhveiti, sykri, salti og olíu við, hnoðið í um það bil 2 mínútur á lægsta hraða. Aukið hraðann lítillega og hnoðið í 8 mínútur. Mótið deigið og hefið í 45-60 mínútur við stofuhita undir rökum klút (má sleppa).

Hráefni ofan á pizzu:

1 msk af ólífuolíu

1 hvítlauksgeiri – kraminn

225 gr af mozzarella í sneiðum

110 gr af kúrbít í sneiðum

¼ - ½ bolli af ferskum basil, saxað niður

Salt og pipar eftir smekk

Val: má nota rauða papriku

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Fletjið deigið beint ofan á bökunarpappír – má nota meira af KORNAX hveitinu ef þarf. Pizzan á að vera 12 tommu.

Berið olíuna á skorpuna og dreifið hvítlauk yfir olíuna.

Bætið nú ostinum og kúrbít yfir pizzabotninn.

Látið bakast í 10 mínútur neðst í ofni. Færið svo ofarlega í ofn og bakið í aðrar 10 mínútur. Fylgist vel með því ekki eru allir ofnar eins.

Takið nú úr ofninum og toppið með ferskum basil, salti og pipar og rauðri papriku ef þú ætlar að nota hana.

Skerið í 8 sneiðar og berið fram strax.

Njótið vel!

Uppskrift frá thehealthymaven.com fyrir toppinn, uppskrift af botni er frá Líflandi KORNAX.