Fara í efni

Chilli sósa og blómkálsgrjón eru sælgæti.

Svo í kvöld bauð ég sjálfri mér upp á eina af bestu sósum sem er til í heimi hér Nígerískt stew.
Vel af chilli sósunni.
Vel af chilli sósunni.

Dúddamía stundum langar manni bara í sukk og svínerí 
Helling af grjónum og sósum....
Það var minn veikleiki hér áður "Hrísgrjón"
Þannig að þegar að ég fattaði þessa dásemd "Blómkálsgrjón"
opnuðust himnarnir :)

Svo í kvöld bauð ég sjálfri mér upp á eina af bestu sósum sem er til í heimi hér 
Nígerískt stew.
Kjúkling og blómkálsgrjón....smá salat og þetta með nóg af sósunni yfir 
Allt súper hollt og gott :)

Hér er uppskrift af sósunni.

Nígerískt "Stew 
Fyrir fólk með "meira próf í chilli ( nú eða minka chilli skammtinn:)
Við erum að tala um sterkan mat!

Elska þetta og rosalega gott að eiga svona inn í ísskáp eða frysti.

Innihald.
2 Dósir dómatar í dós sykurlausir eða ein 500gr ferna
1 dós af tomat pure
1 Rauðlaukur
2 paprikur
1 piripiri chilli...litlu rauðu chilli ( ef þú vilt ekki mjög sterka sósu nota bragðminna chilli)
3 hvítlauks rif
1 kúfuð msk. gott Karry
1 kúfuð msk. grænmetiskraftur frá Sollu
5 dl. vatn
1 tsk. olia

Laukur skorin í tvent.
Annar helmingurinn settur ofan í blandara.
Hinn helmingurinn skorin mjög smátt og steiktur á pönnu með oliunni og tómat pure.

Allt hitt sett í blandara og spænt í spað.....og bætt út í laukinn og tómat pure ( gott að nota góðan pott þarf að sjóða vel saman )
Allt soðið saman í svona 20min.