Fara í efni

Kjúlli, franskar og kokteilsósa.

Þá er að fylla með því sem hugurinn girnist. Ég átti til blómkálsgrjón og fyllti með því. Skar plómutómat á toppinn. Aðeins af góðu salti og pipar....mjög gott líka að skella smá parmesan á toppinn.
Hollustan er djúsí.
Hollustan er djúsí.

Kvöldmaturinn.

Stundum langar manni bara í eitthvað djúsí og gott.
En ég vel hollustuna og græja hana bara djúsí og holla.
Ofnsteikti heilan kjúlla gær og notaði salt-pipar og miðjarðarhafskryddið frá pottagöldrum

Þá skar ég niður sætar kartöflur og bjó til "franskar" 
Mjög gott að setja skornar kartöflurnar í poka og bæta við nokkrum dropum af góðri olíu og góðu salti.
Hrista vel upp í og raða svo á ofnskúffu með bökunarpappír undir.
Raða vel ekki láta snerta hvor aðra.
Bakað við 200gráður þangað til gyllt og flott á litinn.

Kokteilsósan var bara 10% sýrður rjómi og Sollu tómatsósa.

Rauða paprikan súper einföld.
Finna til eldfast mót. Skera toppinn af og fræhreinsa. Þá skera botninn til þannig að paprikan sé ekki að fara detta á hliðina :)
En ekki gera gat samt á botninn.
Þá er að fylla með því sem hugurinn girnist. Ég átti til blómkálsgrjón og fyllti með því. Skar plómutómat á toppinn. Aðeins af góðu salti og pipar....mjög gott líka að skella smá parmesan á toppinn.
Bakað ásamt kartöflunum við sama hitastig. Mér finnst gott að elda paprikuna þannig að hún er lúnamjúk og sæt. En sumir vilja hafa hana minna eldaða. Um að gera prufa sig áfram.
Hægt að gera eggjafyllingu og skella ofan í og baka ....mjög gott :)

Súper hollur en djúsí kvöldmatur sem svíkur engan.
Borðum til að njóta :)