Fara í efni

Hollar, fylltar bollur með fetaosti og kotasælu

Alveg snilldar góðar og hollar bollur til að baka fyrir bolludaginn. Það er nefnilega gaman að breyta stundum til.
Hollar, fylltar bollur með fetaosti og kotasælu

Alveg snilldar góðar og hollar bollur til að baka fyrir bolludaginn.

Það er nefnilega gaman að breyta stundum til.

 

 

 

 

 

 

Uppskrift:

4 dl mjólk

1 bréf þurrger (12 gr)

1 tsk hunang

200 gr kotasæla

50 gr smjör

8-10 dl KORNAX heilhveiti (grænn poki)

2 dl KORNAX rúgmjöl (brúnn poki)

½ krukka fetaostur

Aðferð:

Setjið mjólk, hunang, ger og smjör saman í pott og velgið við lágan hita.  Blandan á að vera við 37°C.

Látið blönduna standa í 5 - 7 mín, hrærið þá kotasælunni saman við.

Setjið heilhveitið og rúgmjölið í hrærivélaskál og hellið blöndunni úr pottinum út í skálina og látið hrærivélina hnoða ca. 5 mín. (má hnoða í höndum).

Látið hvíla í ca. 1 klst.

Þá er komið að því að móta fylltar bollur með fetaosti, þegar þið mótið bollur þá setjið þið fetaostinn inn í deigið, ca.4 bita eða meira, fer eftir stærð bollunnar.

Setjið bollurnar á pappírsklædda ofnskúffu, penslið með eggi og stráið parmasen osti yfir. Látið hefast í ca. 15 mínútur.

Bakið við 220°C í 10 - 15 mínútur.