Fara í efni

UPPSKRIFT - Blómkálsbrauðstangir

Frábær uppskrift hér á ferð. Hver elskar ekki brauðstangir?
UPPSKRIFT - Blómkálsbrauðstangir

Frábær uppskrift hér á ferð.

Hver elskar ekki brauðstangir?

Þessar eru gerðar úr blómkáli og fleiri dásemdum.

Prufaðu bara ég skora á þig.

 

 

Hráefni:

½ tsk af ítölsku kryddi – italian seasoning

1 tsk af þurrkuðu basil

1 egg – létt hrært

Marineruðu sósa til að dýfa í eða sósa að eigin vali

4 bollar af blómkáli – muldu í afar smátt kurl

2 bollar af mozzarella sem búðir er að rífa og skipta í tvennt

1 tsk af þurrkuðu oregano

¼ tsk af salti

Leiðbeiningar:

1. Fyrst þarftu að taka þessa 2 bolla af blómkáli og mala niður í grjóna stærð. Taktu svo restina af blómkáli og skerðu í bita. Vertu viss um að fjarlægja miðjuna og allt aukalegt. Notaðu matarvinnsluvél og settu blómkál í hana og notaðu pulse takann til að mylja hausinn niður í grjónastærð. Venjulegur haus af blómkáli getur fyllt 4 bolla þegar búið er að mylja hann svona smátt. Þetta er stærsta skrefið í þessari uppskrift.

2. Taktu stóra pönnu og hitaðu örlítið af vatni þar til það sýður. Skelltu blómkálsgrjónum í vatnið og settu lokið á og leyfðu þessu að gufusjóða í 4-5 mínútur.

3. Forhitið ofninn í 220 gráður.

4. Notið sigti til að ná öllu vatni af blómkálsgrjónunum. Leyfðu þeim að kólna í nokkrar mínútur. Síðan þarftu að skella þeim í viskustykki og kreista allt vatn úr. Þetta annað mikilvæga skrefið í þessari uppskrift.

5. Skelltu þessu síðan í stóra skál. Bættu við bolla af mozzarella. Bættu svo við eggi, oregano og síðast ¼ tsk af salti.

6. Þetta skal svo hræra mjög vel saman.

7. Núna skaltu nota plötu úr ofninum og setja á hana smjörpappír. Berðu örlítið af olíu á pappírinn svo það festist ekkert við hann. Núna notar þú skeið til að setja blómkálsdeigið á plötuna og nota hendurnar til að móta blómkálsferhyrning á plötunni.

8. Skelltu þessu nú í ofninn í 35-40 mínútur eða eins lengi og það tekur fyrir stangirnar að verða gullbrúnar og stinnar. Taktu nú úr ofninum og leyfðu þessu að kólna. Svo skaltu bæta við restinni af mozzarella og ½ tsk af ítalska kryddinu.

9. Settu þetta aftur í ofninn í 7-10 mínútur eða eins lengi og það tekur ostinn að bráðna.

10. Síðasta skrefið er að skera deigið í brauðstangir.

Svo er afar gott að bera þetta fram með góðri ídýfu eða jafnvel örlítið sterkri sósu. Allt eftir smekk.

Hér ertu komin með afar hollt snakk til að hafa með mat eða bjóða uppá t.d sem meðlæti í matarboði.

 

Njótið vel!