Fara í efni

Eru skordýr það næsta á matseðlinum?

Og áður en þú kúgast af ógeði og færð hroll upp á bak þá skaltu lesa þetta.
Er þetta það sem koma skal?
Er þetta það sem koma skal?

Og áður en þú kúgast af ógeði og færð hroll upp á bak þá skaltu lesa þetta.

Að minnsta kosti tvær billjónir manns um allan heim borða skordýr reglulega skv. United Nations report 2013.

Skordýr gætu einn daginn orðið nauðsynjavara þegar tekið er tillit til mikillar mannfjölgunar í heiminum, ásamt því að vatnskortur fyrir uppskeru og búpening mun verða að skornum skammti í framtíðinni.

Það er til mikið af skordýrum sem hægt er að borða og má þar nefna t.d bjöllur, fiðrildislirfur, maura, engisprettur og krybbur, öll þessi skordýr eiga það sameiginlegt að þau eru rík af próteini, góðu fitunni og afar há í járni.

Það mætti kalla þau hið fullkomna næringarstykki (nutrition-bar).

Á markaðinum í dag eru tvær tegundir af svona næringarstykkjum, Chapul og Exo. Báðar þessar tegundir eru framleiddar í Bandaríkjunum.

Þeirra auglýsingaherferð er eitthvað á þessa leið : Orkubar úr skordýrum eru „earth-friendly“, því krybbur geta verið ræktaðar með miklu minna magni af vatni en t.d nautgripir.

Og það sem meira er Exo tekur fram að krybbur hafa tvöfalt meira magn af próteini miða við kjúkling.

Chapul‘s eru búin til úr bökuðum krybbum sem hafa verið malaðar í duft og blandað saman við hráefni eins og döðlur, kakó, hunang og hafra.

Exo‘s eru búin til úr krybbu-„hveiti“ og eru glúteinfrí, þau innihalda einnig gróft korn, soja og mjólkurafurðir.

Leggur þú í að prufa pöddu orkubar ?

Er þetta virkilega það sem bíður okkar í nánustu framtíð ?

ERTU BÚIN AÐ SETJA LIKE Á HEILSUTORG ? SETTU LIKE HÉR. 

Heimild: besthealthmag.ca