Á ég ađ gćta bróđur míns?

Eđa: Er í lagi ađ slugsa međ lífsstílinn og hinir borga reikninginn?

Vitanlega er ţetta mál ekki svona klippt og skoriđ, en sem einstaklingar berum viđ ábyrgđ gagnvart samfélaginu á sama hátt og samfélagiđ tekur ábyrgđ á velferđ einstaklinganna.

Flest erum viđ sammála um ađ í okkar ţjóđfélagi eigi ađ vera hćgt ađ ganga ađ góđri heilbrigđisţjónustu vísri ef sjúkdómar knýja dyra. Flest erum viđ líka sammála um ađ einstaklingurinn eigi ađ njóta frelsis ađ ţví marki sem ţađ kemur ekki niđur á frelsi annarra.

Heilbrigđismálin eru risavaxinn gjaldaliđur sem ólíkt ýmsum öđrum gjaldaliđum er ekki mćtt međ sértekjum ađ neinu marki, ţótt vissulega séu lögđ myndarleg vörugjöld á áfengi og tóbak. En í ţessa upptalningu vantar ţriđja efniđ. Sjálfur frumkvöđull frjálshyggjunnar Adam Smith nefndi nefnilega sykur í sömu setningunni og áfengi og tóbak í bók sinni Auđlegđ ţjóđanna, ţegar hann taldi upp efni sem vćru tilvalin til skattlagningar ţví ţau vćru engum manni nauđsynleg og alfariđ valkvćđ.

Áriđ 2013 var gerđ tilraun hér á landi til ađ leggja afar hóflegt vörugjald á sykur, sem langsamlega óhollasta einstaka nćringarefniđ sem í bođi er á opnum markađi.

Stjórnvöld afnámu svo sykurskattinn 1. janúar 2015 eftir 21 mánađar gildistíma.

Í ađdraganda sykurskattsins var flutt inn gríđarmikiđ sykurfjall sem entist innlendum framleiđendum í tólf til fimmtán mánuđi og á sama tíma fór heimsmarkađsverđ á sykri lćkkandi, ţannig ađ verđlagsáhrifin af sykurskattinum urđu sáralítil og jafnvel neikvćđ. Ţetta má lesa út úr greinargóđri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar um sykurskattinn frá apríl 2015.

Ţrátt fyrir fyrrgreindar ađstćđur lagđi ţessi bitlausi sykurskattur árlega af mörkum um 1,5 milljarđa króna tekjur á móti um 600 milljarđa samfélagslegum skađa vegna sjúkdómsbyrđi og ótímabćrs dauđa (400 milljarđar vegna glatađra góđa ćviára eftir mćlingum WHO margfaldađ međ vergri landsframleiđslu á mann, plús hátt á annađ hundrađ milljarđa vegna kostnađar viđ heilbrigđiskerfiđ).

Í skýrslum WHO um Ísland er slćmt matarćđi ótvírćtt taliđ vera stćrsta heilsufarsógnin sem ađ okkur steđjar og í nýjum nćringarleiđbeiningum stofnunarinnar er nú mćlt međ ađ draga úr neyslu sykurs um helming frá ţví sem áđur var. Nú eru Íslendingar eina Norđurlandaţjóđin sem leggur ekki sérstakan skatt á sykur eđa sćtindi – og viđ erum líka langfeitust.

Frelsi fylgir ábyrgđ. Viđ getum heldur ekki veriđ frjálshyggjumenn međan viđ leggjum heilsuna í rúst skattfrjálst međ slćmum lífsstíl, en félagshyggjumenn ţegar ađ ţví kemur ađ borga reikninginn. Opinber inngrip á borđ viđ sykurskatt eru réttlát og nauđsynleg í heildstćđri forvarnastefnu, samfélaginu til góđa.

Guđmundur Löve, Framkvćmdastjóri SÍBS

Grein af vef SÍBS.

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré