Fara í efni

7 bestu kryddjurtirnar sem þú getur ræktað í vatni heima

Áttu þínar uppáhalds kryddjurtir?
7 bestu kryddjurtirnar sem þú getur ræktað í vatni heima

Áttu þínar uppáhalds kryddjurtir?

Ef svo er, hvers vegna ekki að rækta þær sjálf í eldhúsinu þínu?

Að rækta kryddjurtir í vatni gerir þær ekkert bragðminni en þessar sem eru ræktaðar í mold. Með því að rækta þær í vatni sleppir þú við þetta moldar vesen og þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vökva daglega.

Flestar kryddjurtir eru hamingjusamar að fá að vaxa í vatni, og afleggjarar eru auðveldir að koma af stað í vatni.

Kryddjurtir sem ræktaðar eru úr fræjum eins og kóríander, sinneps og dill jurtir eru frekar flókar að rækta vegna þess að þú þarft að setja fræjin í mold og færa svo græðlingana í vatn. Að flytja frá mold í vatn er ekki ómögulegt, en oft þá gengur það ekki upp því að rót af jurt sem byrjaði í mold er öðruvísi en sú sem byrjar í vatni.

Vatn

Fyrir venjulegan jurtagarð í eldhúsinu þá getur þú einfaldlega sett afleggjara beint í glas/krukkur eða flöskur. Ef þú býrð þar sem vatn inniheldur klór þá skal ekki nota vatn beint af krana. Þannig vatn er gott ef það hefur staðið í sólarhring í flösku. En á Íslandi þá erum við svo heppin að hafa besta vatn í heimi.

Ílát

Ílát fyrir kryddjurtir eru ekki flókin. Góð krukka er allt sem þarf, jafnvel er hægt að nota plastflösku sem skorin hefur verið í tvennt.

Rætur vilja helst fá að vaxa í sem minnstu ljósi þannig að ef þú ætlar að nota plastflösku, notaðu þá litaða flösku.

Afleggjarar

Mjúkir afleggjarar eru fljótir að skjóta rótum í vatni. Og það besta við að byrja að rækta kryddjurtir heima í vatni, er að þú getur tekið afleggjara af þessum sem þú kaupir út í búð, þú veist, þessir sem eru í mold. Snilld ekki satt!

Þessar 7 vaxa allt árið í vatni og eru snilld í eldamennskuna.

1. Oregano

Þessi frábæra jurt er sko þess virði að rækta innandyra. Þú getur notað laufin til að gefa gott bragð í flest alla grænmetisrétti og salöt. Taktu afleggjara af ferskri oregano jurt og settu han í vatn í eldhúsgluggann eða á eldhúsbekkinn. Og þú getur byrjað að nota laufin um leið og þau eru komin í fína stærð.

2. Basil

Basil undir sér vel í krukku í eldhúsinu þínu og vex hamingjusamt í vatni svo framalega sem það er góð birta. Taktu afleggjara af basil áður en það byrjar að blómstra.

3. Salvía

Best er að taka afleggjara á vorin og skella þeim í vatn. Þú þarft ekki stóra plöntu af Salvíu því þú notar voða lítið af henni í eldamennsku því hún hefur þetta einstaka bragð. Hafðu jurtina þína í góðu ljósi.

4. Stevia

Þessi sæta planta er góð að eiga í krukku. Það er gott að nota hana í te og aðra drykki. Taktu afleggjara af góðri plöntu en taktu mjúku stilkana og settu í vatn. Stevía þarf að vera í hlýju lofti og góðu ljósi.

5. Tarragon

Taktu afleggjara á vorin þegar nýjir græðlingar eru að myndast. Skelltu þeim í vatn og hafðu á hlýjum stað með góðu ljósi. Franskt tarragon er besta jurtin í matreiðslu. Rússnesk tarragon er mild jurt eða stundum hálf bragðlaus. Ef þú ert með rússneska, notaðu hana þá í salöt.

6. Timían (Thyme)

Afleggjara af þessari jurt þarf að taka þegar þeir eru nýjir og alveg grænir. Best er að taka þá um mitt sumar.

7. Rósmarín

Afleggjarar af rósmarín eru örlítið trénaðir og taka svolítinn tíma að skjóta rótum í vatni. Ef þú tekur afleggjara á vorin þá eru rætur fljótari að myndast. Hvort heldur sem er, þá er rósmarín sko þess virði að eiga sem kryddjurt í eldhúsinu. Geymist á sólríkum stað.

Viljir þú kynna þér meira um kryddjurtir og meðhöndlun þeirra smelltu þá HÉR.

Heimild: naturallivingideas.com