Fara í efni

Of mikið af góðu!

Það er hægt að borða yfir sig af ákveðnum mat þannig að alvarleg veikindi eða jafnvel dauðsfall gæti orðið.
það sannar sig að allt er gott í hófi!
það sannar sig að allt er gott í hófi!

Það er hægt að borða yfir sig af ákveðnum mat þannig að alvarleg veikindi eða jafnvel dauðsfall gæti orðið.

Oft heyrir maður sagt í matarboðum, hlaðborðum og stórum veislum að einhvern hafi hreinlega "overdosed" af áti. Sannleikurinn er sá að það er hægt að borða of mikið af sumu og getur það dregið þig til dauða.

Hérna eru nokkrar tegundir sem varast ber að borða of mikið af.

Gulrætur.

Þær eru fullar af vítamínum, steinefnum og trefjum og eru góðar fyrir heilsuna. En of mikið gulrótarát getur gert það að verkum að þú tekur inn of mikið af beta-carotene sem er efnið er gerir gulrætur appelsínugular og er hátt í A-vítamíni. Þetta getur leitt til þess að húðin á þér verður appelsínugul. Þetta er ekki bráðhættulegt og hægt að snúa þessu við.

Túnfisk sushi.

Þið sem elskið sushi, passið ykkur á því að innbyrða ekki of mikið af túnfisk bitunum. Túnfiskur er hár í mercury og það er hægt að fá eitrun af því að borða of mikinn hráan túnfisk. Ófrískar konur og ung börn eiga alls ekki að borða hráan túnfisk.

Kaffi.

Það eru margir sem halda því fram að þau myndu hreinlega ekki komast af án þess að fá kaffibolla strax á morgnana. Kaffi er best í hófi. Sjáanlegar aukaverkanir geta komið í ljós innbyrðir þú meira en 600 til 900 mg af koffeini á dag. Hefur það í för með sér svefnleysi, ógleði, óreglulegan hjartslátt, vöðvakippi, kvíða og höfuðverk.

Vatn.

Það að þú eigir að drekka átta glös af vatni á dag hefur sannast að er alls ekki rétt. Og það er til nokkuð sem heitir að drekka of mikið af vatni. Vatnseitrun gerist þegar manneskja drekkur það mikið af vatni að það þynnir blóðið og framkallar ójafnvægi í söltum sem eru í blóðinu.  En þetta er eitthvað sem að íþróttafólk lendir oftast í ef þetta gerist.

Eitt dauðsfall varð árið 2007 í Kaliforníu þegar kona drakk of mikið af vatni í keppni um það hver gæti haldið lengst í sér til að vinna Wii leikjatölvu, en það var útvarpsþáttur sem hélt þessa keppni.

Múskat.

Ef þú innbyrðir of mikið af múskat þá getur þú átt á hættu að sjá ofsjónir. Múskat virkar eins og ofskynjunarlyf sé það tekið í miklu magni. Vitað eru um þrjú dauðföll vegna múskat eitrunar.

Grein fengin af livescience.com