Fara í efni

Hver er mismunuinn á hugrekki og hugleysi - Guðni og hugleiðing dagsins

Hver er mismunuinn á hugrekki og hugleysi - Guðni og hugleiðing dagsins

Sjáðu fyrir þér!

Til að geta stigið fram verðum við að geta horfst í augu við óttann og framkvæmt; geta stigið skref til velsældar jafnvel þegar við erum hrædd við að taka skrefið.

Mismunurinn á hugrekki og hugleysi er sá að hugrakkur framkvæmir en huglaus framkvæmir ekki. Hugrekki er að vera hræddur við eitthvað en gera það samt, til að sanna fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu að maður sé að stíga út úr fjötrum álaganna og inn í nýja birtingu og opinberun.
Til gamans má geta þess að enska orðið „projector“ þýðir varpi eða myndvarpi. Orðið „project“ þýðir hins vegar áætlun eða verkefni. Með því að stíga hugrökk skref, þegar við erum hrædd, erum við að veita okkur leyfi til að varpa okkar eigin sýn inn í heiminn.