Fara í efni

Trúðu á sjálfan þig og sjáðu hvað gerist.

Að gefast ekki upp. Að halda áfram sama hvað. Að breyta allt of stórum og veikum líkama yfir í hraustan líkama . Og að halda þeim lífsstíl áfram sem lagt var upp með.
Trúðu á sjálfan þig.
Trúðu á sjálfan þig.

Góðan daginn.

Ég hef stundum hugsað hvernig tókst mér að plata sjálfan mig í þetta 
Að taka af skarið og kíla á nýjan lífsstíl.

Og túa á að þetta sé hægt :)

Að gefast ekki upp.
Að halda áfram sama hvað.
Að breyta allt of stórum og veikum líkama yfir í hraustan líkama .
Og að halda þeim lífsstíl áfram sem lagt var upp með.

Að fara meðal vegin....sem er svo oft sá erfiðasti.
Detta ekki í öfgar .
Ekki svelta af sér kílóin.
Heldur borða af sér kílóin :)
Njóta matar ekki hegna né verðlauna sjálfan sig með mat.
Líta á matinn sinn sem eldsneyti.
Nota hreinan góðan mat.
Hreint mataræði læknar :)
Ég hefði aldrei trúað því hvað fæðan okkar getur skilað okkur langt.
Hreyfingin kemur líka sterkt inn.
Þar kemur styrkleikinn.
Þar byggjum við líkamann upp .
Söfnum vöðvum.
Fáum þol og lífsgleðin einhvern vegin tekur yfir eftir stífan æfingar tíma.

Í dag er ég í æfingum sem ég hefði aldrei trúað ...... að ég þessi alltof feita súkkulaði kleina gæti tekið þátt í!
Að vera við stjórn á eigin líkama er yndislegt.
Hætta brjóta sig niður andlega og líkamlega.
Sættast við sig sjálft í hvaða ástandi sem er.
Því það kemur manni langt :)
Að vilja sjálfum sér vel og gera betur.

Að taka ákvörðun og standa við hana löngu löngu eftir að sú ákvörðun var tekin .
Mæta í ræktina þótt þú nennir ekki.
Halda utan um mataræðið og matarinnkaupin.
Lesa aftan á matvörur.
Spá í smáatriðinum sem seinna meir verða svo stórt skref í átt að léttara lífi .

Umfram allt njóta lífsins í hvaða stærð buxurnar þínar eru :)
Ekki einblína bara á kílóin og sjá sjálfan sig fyrir í framtíðinni sem léttfjöður sem svífur um.
Heldur njóta þess ferðalags sem þú sjálf/ur ætlar að fara í.
Koma sjálfum sér á áfangastað þótt leiðin sé hálfgert hringtorg stundum 
.
Njótum þess að lifa vel.
Gerum okkar heilbrigð :)

Eigið góðan dag .