Fara í efni

Njóttu lífsins í sátt með sjálfum þér.

En ég er ekki á flýtiferð út lífið. Nýt stað og stunds. Trúi á framfarir. Góðir hlutir gerast hægt .
Njóta lífsins.
Njóta lífsins.
Góðan daginn.

Jæja komin laugardagur og smá leti stimpluð inn .
Komin tími á að róa sig aðeins niður.
Búið að vera kapphlaup í smá tíma .
Út og suður.

En það er ekki þar með sagt að sófinn bíði mín í allan dag.
Neibb ég er komin í gallann :)
Tabata í morgunsárið og nóg af því!
Búin að fá mér flottan morgumat.
Músli sem ég blanda sjálf ....því ég er voðalega hrifin af hreinu múslíi ekki stútfullu af sykri og þurkuðum ávöxtum.
Fæ mér sveskjur eða Kívi og eitt stútfullt vatnsglas 
Fæ mér Hafkalk gull og Omega töflur.
Kaffi og blaðið mitt og þá má dagurinn byrja .
Ég er voðalega einhæf með morgunmatinn.
En egg eru líka á listanum svona öðru hverju...þau eru mitt uppáhalds 

Ég borða góðan mat í hvert sinn sem ég fæ mér máltíð.
Ég rusla aldrei í mig mat.
Vel skynsamlega.
Bíð ekki sjálfri mér upp á hungur né svelti.
Ég er skrímsla kona .....ef ég er svöng kona 
Að svelta af sér kílóin er áskrift á þyngdaraukningu seinna meir.
Borða af sér kílóin 
Hreyfa sig og sjá líkamann taka framförum.
Þetta gerist ekki á hraða ljósins.
En ég er ekki á flýtiferð út lífið.
Nýt stað og stunds.
Trúi á framfarir.
Góðir hlutir gerast hægt .

Ég ferðast mikið til UK bjó þar og þekki mig vel þar.
Veit hvar hægt er að ganga að hollustunni.
En í næstu viku er það Sofia í Bulgaríu.
Hvað veit ég um þá borg....ekkert 
Aldrei komið þangað.
Svo matarlega séð er það smá áskorun.
En ég finn út úr því.
Nesta mig fyrsta sólarhringinn og finn svo hollustuna.
Neita að detta í sukk.....þótt út fyrir landssteinana sé farið.
Og lít á það sem áskorun að velja vel á ferðalögum.

Þetta er lífsstíll sem mig er farið að þykja einstaklega vænt um.
Og er svo fegin að hafa loksins tekið þennan veg í átt að léttara lífi.
Hætt í megrun , svelti og refsingum.
Heldur keyra áfram af væntum þykju til míns sjálfs.
Að vilja léttara líf og aldrei gefast upp.

Eigið góðan dag .