Fara í efni

Morgunmaturinn í betri útgáfunni.

Morgunmaturinn á að vera falleg byrjun á góðum degi. Og njótum þess að borða hollt.
Morgunmaturinn byrjar vel.
Morgunmaturinn byrjar vel.

Morgunmaturinn er mér alveg heilagur.
Færi ekki út í daginn nema vera búin að næra mig vel og tala nú ekki um minn heilaga kaffibolla.
En oft finnst fólki morgunmaturinn vera mikið vesen.
Ég elska blanda mitt musli.
Skella fræjum og allskonar í stóra krukku og njóta.
Ég bara græja þetta eftir hentugsemi.

Tröllahafrar
Speltflögur (frá Heilsu)
Hörfræ
Sólblómafræ
Stundum nota ég mais flögur 
Graskersfræ

Svona fræblanda er alveg brill að morgni til að koma meltingunni í gang.
Skella svona blöndu í stóra glerkruggu hræra vel saman og eiga til að grípa á morgnana.
Gott með mjólk eða með Örnu AB-mjólk.
Stundum nota ég svo blönduna í brauðgerð eða musli bar.
Svona blanda er alls ekki heilög og um að gera prufa sig áfram.

Ég er voðalega hrifin af sveskjum, kíví, bláberjum og jarðaberjum með svona musli.
En ef ég ætti að velja bara eitt af þessu standa bláberin uppúr.
Og flottu föturnar af bláberjum sem eru í stórmörkuðum núna um að gera prufa.
Morgunmaturinn er það sem við byrjum á .
Ef dagurinn byrjar á hollustu vill hann einhvern deginn halda gleðinni út daginn.
Vöndum okkur með hvern dag :)