Fara í efni

Kjúklingaréttur með Feta og Furuhnetum.

Bringurnar settar í eldfast mót og kryddaðar. Og inn í ofn. Í skál blanda Feta og Kotasælu saman.
Kjúklingabringur með góðu meðlæti.
Kjúklingabringur með góðu meðlæti.

Kvöldmaturinn.

Langt síðan að ég hef smakkað svona góðan Kjúklingarétt :)

Eldað fyrir 4.

5 Rose kjúklingabringur
1 poki ferskt spínat
1 rauð paprika
1/4 smátt skorið rautt chilli
2 vorlaukar
1/2 ferskt mangó
3 msk. Feta í Bláu krukkunum
6 msk. Kotasæla
1/2 lítill poki ristaðar Furuhnetur
Kjúkllingakrydd frá Pottagöldrum
Chilli Falk salt og nýmulin pipar

Aðferð.

Bringurnar settar í eldfast mót og kryddaðar.
Og inn í ofn.
Í skál blanda Feta og Kotasælu saman.
Skera grænmetið og mangóið niður smátt.
Hræra öllu saman við ostinn ásamt furuhnetunum.
Þegar bringurnar eru búnar að malla í 15 mín þá má nammið allt fara yfir bringurnar og baka í ofni .
Minn ofn er ennþá í klessu svo ekki alveg að marka eldunar tímann minn.
En ætti að vera allt í allt um 45min. á 200-220gráðum.
Gott að fylgjast með ...svo ekki brenni nammið ofan á 
Fínt að setja álpappír yfiir.

Eggaldin.

Skera niður eggaldin og leggja á bökunarpappír á ofnplötu.
Baka eftir smekk.
Gott að krydda með salt og chillipipar 

Þetta var alveg rosalega gott .