Fara í efni

Hugsum aðeins út fyrir aukakílóin.

Heilsuborg breyttist í matreiðslu og fræðslunámskeið í gærkvöldi og mikið var gaman að sjá svona marga og hafa gaman með hópi fólks sem er tilbúið á svo góðan máta að breyta til í mataræðinu sínu og vilja sjálfum sér aðeins það besta .
Njótum lífsins.
Njótum lífsins.

Góðan daginn.

Vöknuð og komin á ról .
Það er fimmtudagur það eru dagar sem ég læt ekki sjá mig í gyminu.
Það þarf að hvíla líka.
En góður göngutúr eða smá skokk drepur nú engan svo fimmtudagar fara í svoleiðis :)
Stundum leiðist mér að ganga bara þangað og aftur til baka.
Þá er gott að stinga með strætó miða í rassvasann :)
Því þá er alltaf möguleiki að sá "guli" skutli heim.
Og maður kemst lengra í göngutúrnum.
Síðan er "viðhaldið" innkaupa taskan mín á hjólunum alveg frábær í göngutúra.
Þið vitið þessar sem að maður dregur á eftir sér.
Ætlaði nú ekki fyrir mitt litla líf að kaupa svona bull :)
En komst upp á lagið að nota þetta erlendis þegar að hendur voru að detta af vegna pokaburðar úr H&M og öðrum tuskubúðum .
Svo ég fékk mér svona og dreg hérna um mín fjöll.
Er nefnilega í Seljahverfi en dreg þetta niður í Kóparvog og dreg svo upppp öll fjöllin aftur og heim.
Komin með göngutúr og hreyfingu del lux í leiðinni.
Svo gott að hafa líka smá tilgang með göngunni .

Þegar að ég byrjaði í þessu heilsu brölti öllu voru bara kíló og aftur kíló sem sem ég einblíndi endalaust á.
Að missa sem mest og að horfa á vigtina í frjálsu falli var mér mikil gleði.
En hvað svo þegar að vigtin hættir að falla hratt ?
Er maður þá að gera allt vitlaust og er þetta ekkert að virka lengur?
Ef að maður gefst ekki upp á þeim tímapunkti og hættir að vera með þessi aukakíló á heilanum gerast nefnilega frábærir hlutir.
Jú því líkaminn er ekki bara aukakíló :)
Heldur er maður að byggja sig upp.
Verða heilbrigðari einstaklingur.
Gymið er engin megrunarstöð :)
Heldur staður sem maður byggir upp líkamann.
Fær trúnna á sjálfan sig og gleðistuðið sem býr í heilanum vaknar og maður fer að fá trúnna á sjálfan sig .
þetta er eitthvað og meira en bara hreyfing :)

Já þetta eru mínar pælingar í dag .
Ég er svo ánægð og stolt að hafa slegið til og tekið slaginn á að koma mínum pælingum og matarstússi yfir á heilt námskeið .
Hefði aldrei getað þetta alveg ein.
Og með mér á þessu flotta námskeiði sem byrjaði í gær er hún Erla Gerður læknir sem er full af fróðleik og gleði :)
Hún er svo lífsglöð og smitar svo út frá sér gleðina sem í henni býr.
Hún kemur okkur sem höfum verið í vafa um okkur sjálf og legið smá í dvala um að "Allt er hægt"
Er eitthvað betra til en svoleiðis hvatning :)
Heilsuborg breyttist í matreiðslu og fræðslunámskeið í gærkvöldi og mikið var gaman að sjá svona marga og hafa gaman með hópi fólks sem er tilbúið á svo góðan máta að breyta til í mataræðinu sínu og vilja sjálfum sér aðeins það besta .

Lífið er svo sannarlega til að njóta .
Eigið góðan dag.