Fara í efni

„Konur fitna vegna þess að þær eru ekki nógu iðnar við heimilisstörfin“

Þá hafa tæknibreytingar gert það að verkum að húsverk eru auðveldari viðfangs og krefjast ekki jafn mikillar hreyfingar og erfiðis og áður.
Er þetta rétt?
Er þetta rétt?

Konur fitna vegna þess að þær eru ekki nógu iðnar við heimilisstörfin.

Þannig hljómar fyrirsögn Daily Mail sem á sjálfsagt eftir að vekja umtal en þar er greint frá rannsókn sem nýlega var gerð við Háskólann í Manchester og Lundúnarháskóla.

 

Í fréttinni segir að niðurstöðurnar hafi meðal annars leitt í ljós að í kjölfar aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði eyði meðalkonan 20% minni tíma í húsverk í dag heldur en fyrir 30 árum.

Við rannsóknina var notast við opinber gögn sem sýndu neyslu Breta á hitaeiningum sem og líkamsræktariðkun seinustu 30 ár. Niðurstöðurnar komu á óvart: Þó svo að matarneysla hafi aukist frá því um miðbik níunda áratugarins þá neyta Bretar 20% minna af hitaeiningum heldur en áður.

Melanie Luhrman, einn aðstandenda rannsóknarinnar segir að það sé vegna þess að neysla á hitaeiningasnauðum mat á borð við ávexti og grænmeti hafi aukist á meðan neysla á sykri hafi minnkað. Dagleg hreyfing fólks hefur aftur á móti minnkað; kyrrsetustörf hafa aukist, dregið hefur úr íþróttaiðkun og flestir eyða umtalsverðum tíma fyrir framan sjónvarp og tölvur. Sem dæmi má nefna að klukkustund af skúringum eyðir 200 hitaeiningum en klukkustund af því að sitja fyrir framan tölvu eyðir hins vegar 70 hitaeiningum.

Þá hafa tæknibreytingar gert það að verkum að húsverk eru auðveldari viðfangs og krefjast ekki jafn mikillar hreyfingar og erfiðis og áður.

Þá segir ennfremur að ekki gildir það sama um karla  þar sem að þátttaka þeirra í heimilistörfum hefur aukist síðastliðin þrjátíu ár.

Birt í samstarfi við