Fara í efni

Eru liðamótin stíf ? 7 fæðutegundir sem getað aðstoða að liðka þig til

Vandamál með liðamót eru algeng meðal íþróttafólks, þeirra sem stunda lyftingar, hlaupara og eldri einstaklinga. En það má ekki láta stíf liðamót draga sig niður!
Losaðu þig við verki í liðamótum
Losaðu þig við verki í liðamótum

Vandamál með liðamót eru algeng meðal íþróttafólks, þeirra sem stunda lyftingar, hlaupara og eldri einstaklinga. En það má ekki láta stíf liðamót draga sig niður!

Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mjaðma, olboga, axla, hnjáa, hálsi og tám þá eru hérna fyrir neðan upplýsingar um mat sem getur hjálpað að lina stíf liðamót og minnkað bólgur.

 

1. Vínber

Vínber innihalda sérstakt efni sem getur hjálpað til við að draga úr bólgum og þá sérstaklega í baki. Ef bakið er stíft og þú finnur fyrir verkjum þá er ekkert annað en að fá sér lúkufylli af vínberjum og leyfa andoxunarefnunum sem eru í hýði vínberja vinna á bólgum draga þannig úr þessum stífleika og verkjum.

2. Feitur fiskur

Lax, síld og sardínur eru bara þrjár tegundir af feitum fisk sem þú ættir að borða til að vera með heilbrigð liðamót. Omega-3 fitusýrur í feitum fiski geta dregið úr bólgum í liðamótum og gert það að verkum að þú ert laus við verki.

3. Valhnetur

Ef þú getur ekki borðað fisk þá skaltu fá þér valhnetur. Þær eru afar ríkar af omega-3 fitusýrum.

4. Litríkar paprikur

Þeim mun bjartari liturinn, þeim mun hollari er paprikan. Rauðar, gular og appelsínugular. Paprikur í þessum litum geta gert gott fyrir liðamótin því þær eru hlaðnar C-vítamíni. C-vítamín framleiðir kollagen en það er nauðsynlegt fyrir heilbrigð liðamót.

5. Grænt te

Andoxunarefnin í grænu tei eru ekki bara góð fyrir þyngdartap, þau eru einnig góð við bólgum sem myndast geta við liðamót. Mælt er með allt frá 1 til 4 bollum á dag.

6. Gulrætur

Gulrætur eru ríkar af A-vítamíni sem einnig dregur úr bólgum í líkamanum  og þá sérstaklega við liðamót. Einnig eru grasker og sætar kartöflur góðar fyrir liðamótin.

7. Engifer

Engifer er hlaðið efninu zingerone sem virkar eins og asperín eða íbúfen og dregur þannig úr bólgum.

Ef þú ert slæm eða slæmur í liðamótum þá skaltu endilega prufa eitthvað af ofangreindu.