Fara í efni

10 mínútna HIIT æfing í boði VIVUS þjálfun

Hreyfing þarf ekki alltaf að taka langan tíma eða krefjast mikils búnaðar til að hafa góð áhrif. Hér er tíu mínútna æfing sem þú getur tekið hvar sem er, náð púlsinum vel upp og lætur þér líða vel á eftir. Það eina sem þú þarft að gera er að vera í þægilegum fötum kveikja á myndbandinu og fylgja Maríu eftir.
10 mínútna HIIT æfing í boði VIVUS þjálfun

Hreyfing þarf ekki alltaf að taka langan tíma eða krefjast mikils búnaðar til að hafa
góð áhrif. Hér er tíu mínútna æfing sem þú getur tekið hvar sem er, náð púlsinum vel
upp og lætur þér líða vel á eftir. Það eina sem þú þarft að gera er að vera í þægilegum fötum
kveikja á myndbandinu og fylgja Maríu eftir. Ef þú vilt lengri og erfiðari æfingu bætirðu einfaldlega
við teygju eða lóðum og gerir fleiri hringi. Við vinnum með fjórar æfingar og gerum fjóra hringi.
Vinnum hverja æfingu í 30 sekúndur og á milli æfinga er 10 sekúndna hvíld. 
Eftir hvern hring er 20 sekúndna hvíld.

Í myndbandinu er skeiðklukka og hljóð sem lætur vita þegar við byrjum og hvílum. 

Æfingarnar eru: 

1. Hlaupa á staðnum "þröngt" vs. "breitt".

2. Hnébeygja + Good morning.
Good morning: slaka og lengja rassinn aftur, bringan í átt að gólfi og spenna
svo rassvöðva þegar þið réttið úr ykkur.

3. Hlaupa á staðnum + hliðarstig með gagnstæða hendi á fót.
Hægri og vinstri til skiptis. Léttara að stíga styttra til hliðar og setja höndina á
gagnstætt hné eða í átt að hnénu.

4. Framstig með hendur yfir fremri fót í átt að gólfi + hnélyfta með hendur upp.
Hægri í 15 sek og vinstri í 15
Auðveldast að gera framstig og snúa efri líkamanum ásamt handleggjum yfir
fremri fót beint til hliðar og sleppa hnélyftu með hendur upp. Annars hægt að fara styttra inn í allar hreyfingar og hægar.

 

 

VIVUS þjálfun  

 

VIVUS Þjálfun 

 vivusmommur 

vivusthjalfun