Fara í efni

Vöxtur veganisma árið 2020

Vöxtur veganisma árið 2020

Veganismi var eitt sinn talið tísku mataræði eða kúr, en þar sem mataræði úr jurtum 
og grænmeti hefur aukist verulega í vinsældum undanfarin ár hefur vegan matur slegið í gegn. 
Lengi vel átti veganismi erfitt uppdráttar, en það á ekki við lengur. 





Það tengist fjölmörgum heilsufarslegum ávinningum að vera vegan, að nýta sér
umhverfisvitundarástand heimsins og framsækna hreyfingu í átt að grænni lífsháttum. 

Samkvæmt gögnum hafa fyrirtæki ekki efni á að hunsa þróunina; á milli áranna 2016-2017
jókst sala grænmetis og ávaxta í Bretlandi um 1.500%.  

Veganismi árið 2020 

Vegan Society gaf út rannsóknir varðandi veganisma í Bretlandi sem leiddu í ljós að: 

  • 51% eru ánægð með að sjá vegan mat í verslunum og veitingastöðum 

  • 56% fullorðinna í Bretlandi kaupa vegan matvæli reglulega  

  • 19% hafa dregið úr kjötáti og skoða snyrtivörur og hreinlætisvörur þegar kemur að prófunum á dýrum. 

  • 13% velja kjöt- eða mjólkurlausar máltíðir þegar þau fara út að borða 

Jafnvel við sem erum ekki tilbúin að fara að fullu í vegan lífstílinn erum að bæta
fleiri jurta-matvælum inn í mataræðið. Kannski vegna þessa hefur hugarfarið gagnvart 
veganistum batnað til muna, þar sem 43% fólks sögðust virða vegan sem lífsstíl. 

En er þetta bara spurning um að vera vistvæn og heilsuþenkjandi sem hefur
valdið auknum vinsældum veganismans? 
Þegar litið er á niðurstöður kannana frá Veganuary 2020, sem er  hreyfing sem skorar
á fólk að borða vegan í einn mánuð, var ástæðan fyrir því að fólk skráði sig
áhyggjur af réttindum dýra (43%). Í kjölfarið fylgdu 39% fólks sem skráði sig af heilsufarsástæðum og 
10% sem sögðu að það væri af umhverfisástæðum. 

 

Samfélagsmiðlar hafa einnig hlutverki að gegna; samkvæmt The Independent 
fjölgaði Google leit að „vegan“ í takt við fjölda leitar að „Instagram“. Í heimi þar sem við elskum að taka myndir af matnum okkar og deila þeim
á samfélagsmiðlum er ekki erfitt að trúa því að Instagram hafi hjálpað til við að dreifa
 fjölmörgum skærlituðum vegan-réttum.  (Skoðið þessa grein um skærlitað grænmeti

Sérfræðingar spá fyrir um  „Vegan  byltingu“ árið 2021 Hér fyrir neðan skoðum við
hvað þróun við munum sjá í vegan á nýju ári 

  1. Vegan eftirréttir, með ís og kökur að hætti vegan. Ben og Jerry‘s hafa gefið út þrjár 
    ljúffengar veganvænar ístegundir: Súkkulaði fudge-brownie - Chunky Monkey og Hnetusmjör og smákökur 

  1.  Grænmetisflögur t.d nýpuflögur og sætar kartöfluflögur sem eru hollari kostur en venjulegar kartöfluflögur. 

  1. Æt blóm, sem gera máltíðina þína fallega og smakkast ótrúlega vel. 
     

Næsta skref er að veitingastaðir og matvælafyrirtæki byrji að bjóða upp á fleiri
vegan valkosti. Nýleg könnun leiddi í ljós að 91% veganista eiga erfitt með að finna 
veganskyndibita í Bretlandi. Markaðurinn er til staðar og veitingastaðir og stórmarkaðir 
eru hægt og rólega að taka upp nýja vegansiði. 
 

Ný rannsókn gerð af The Guardian kemur fram hugmyndinni „fimm á dag“ um 
neyslu ávaxta og grænmetis, þetta þykir þó ekki nóg og ráðleggur rannsóknin frá Imperial College
í London 10 á dag! Það er að segja 800 g af ávöxtum og grænmeti sem mun hjálpa 
til við að draga úr hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og ótímabærum dauðsföllum. Að taka nokkrar 
vegan máltíðir í viku eða skipta yfir í vegan mataræði myndi vissulega hjálpa til við að ná þessu heilbrigða markmiði. 

 

Hvort sem þú hefur áhuga á að tileinka þér vegan lífsstíl sjálf, eða vilt einfaldlega vera „flexitarian“, 
þá gætir þú haft áhuga á að rækta þitt eigið grænmeti frekar en að fara í stórmarkaðinn. 
Jafnvel lítill garður getur hýst nokkrar heimaræktaðar jurtir og ávexti! 
Þú getur byrjað að rækta þína eigin tómata eða gúrkur af því að auðvitað er allt sem maður ræktar sjálfur langbest! 

Ekki gleyma próteini 

vegan mataræði hefur úr mörgu að velja og þú getur ræktað sumt í garðinum þínum 
samhliða grænmetinu, til dæmis baunir og fræ, eins og sólblómafræ eða sojabaunir. 

 

Ertu tilbúinn að taka upp vegan? Eða viltu prófa fyrst einhverjar kjötlausar, mjólkurlausar máltíðir? 
Það kemur þér skemmtilega á óvart hversu langt vegan matseldin er kominn þó að það væri
ekki annað, þá munt þú uppskera margvíslegan ávinning fyrir umhverfið og heilsuna. 

Heimild : fluxmagazine.com