Fara í efni

Að sofa á hægri hlið getur verið hættulegt heilsunni

Þegar kemur að svefnstellingum þá veljum við ávallt þá sem okkur finnst þægilegust, það segir sig sjálft.
Að sofa á hægri hlið getur verið hættulegt heilsunni

Þegar kemur að svefnstellingum þá veljum við ávallt þá sem okkur finnst þægilegust, það segir sig sjálft.

En, sumar svefnstellingar sem sérfræðingar mæla með, eru betri fyrir okkar heilsu.

 

Að sofa á bakinu er mjög gott fyrir alla en ef þú sefur á hægri hliðinni þá ættir þú að hætta því strax og hér eru ástæðurnar fyrir því.

Ófrískar konur

Þó svo það sé ekki alltaf hægt að fylgja þessum ráðum því þegar við sofum þá vitum við ekki í hvaða stellingu við liggjum.

Hins vegar þá ráðleggja læknar þeim konum sem eiga von á barni að sofa ekki á hægri hlið.

Og þetta eru nokkrar af ástæðunum:

  1. Það getur dregið úr blóðflæði til legs.
  2. Sumir læknar vilja meina að þessi svefnstelling geti gert fylgjunni slæmt, en allir vita að fylgjan skiptir miklu máli.
  3. Sagt er að barnið fái minna af næringu frá þeim mat sem þú neytir.
  4. Og svo á meðgöngu þá þyngjast konur það segir sig sjálft. Þessi aukalegu kíló geta gert lifrinni slæmt ef þú sefur á hægri hlið.
  5. Og það sem er skelfilegast, eru börn fædd andvana, þessi áhætta er mest síðustu 3 mánuði meðgöngu.

Fyrir þína heilsu

Það er ekki bara hættulegt fyrir ófrískar konur, heldur fyrir alla aðra líka.

En hvaða vandamál fyrir heilsuna getur þetta skapað ?

1. Brjóstsviði

Þetta þekkja ófrískar konur mjög vel. En, ansi margir þjást vegna mikils brjóstsviða og hann getur orðið verri ef þú sefur á hægri hliðinni.

2. Tilfinningaleysi eða dofi í útlimum

Ef þú ert týpan sem sefur á hægri hlið eða jafnvel á þeirri vinstri þá þekkir þú örugglega tilfinninguna að vakna og annar handleggurinn er alveg dofinn.

Þetta gerist af því þú liggur á handleggnum og stöðvar blóðrásina til hans. Þetta ástand er oft kallað „gúmmí handleggur“ því á meðan þú sefur þá eru þyngslin á handleggnum sem pressa á taugar og orsaka náladofa.

Það er afskaplega óþæginlegt að vakna upp um miðja nótt sökum þessa, því oft getur fólk ekki náð sér niður aftur. Ef þetta er að gerast of í viku getur þetta ástand orsakað svefnleysi (insomnia).

3. Getur verið krabbameinsvaldandi

Vélindabakflæði orsakast vegna brjóstsviða og það er afar slæmt fyrir heilsuna því það getur orsakað krabbamein.

Að sofa á hægri hliðinni er samt ekki al-slæmt, það hefur sínar jákvæðu hliðar, sem dæmi þá getur það lækkað blóðþrýsting og of hraðan hjartslátt.

En ef þú ert ekki ófrísk þá er lang best fyrir alla að sofa á bakinu.

Frekari heimildir má finna á healthyfoodteam.com