Ökklatognun - grein frá netsjúkraţjálfun

Viđ ökklatognun ađ ţá eru ţađ liđböndin í kringum ökklaliđinn sem verđa fyrir skađa.

Ökklatognun getur gerst viđ margskonar ađstćđur, til dćmis viđ göngu, hlaup, hopp og fleira. Oftast er ţađ ţegar viđkomandi stígur „vittlaust” niđur í fótinn á óstöđugu undirlagi hvort sem um er ađ rćđa göngu, hlaup eđa hopp.

Ţegar tognun á sér stađ ţá getur komiđ fram bólga, mar og verkur í kringum ökklaliđinn. Oftast eru verkirnir innanvert eđa utanvert.

Fyrst eftir ökklatognun getur veriđ erfitt ađ ganga eđa ađ standa í fótinn, fer allt eftir alvarleika.

Ökklaliđurinn (talo-crural liđur) samanstendur af ţremur beinum sem heita tibia, fibula og talus. Liđböndin í ökklanum liggja á milli beina og stjórna hversu mikil hreyfing getur átt sér stađ um hvern liđ.

Algengustu liđböndin sem verđa fyrir tognun eru:

- Anterior talo-fibular ligament (ATFL)

- Calcaneofibular ligament (CFL)

- Posterior talo-fibular ligament (PTFL)

Ţessi liđbönd liggja öll utanvert á ökklanum (lateralt).

Ef einstaklingur hefur einu sinni tognađ á ökkla ađ ţá eru töluverđar líkur á endurtekinni tognun ţar sem liđbandiđ er orđiđ veikara fyrir, nema ađ viđkomandi sinni endurhćfingunni vel og fari varlega af stađ. Međ ţví er hćgt ađ minnka líkurnar töluvert.

Ţegar um ökklatognun er ađ rćđa ađ ţá eru fyrstu viđbrögđ ađ nota RICE međferđina sem samanstendur af:

- Rest (hvíla )

- Ice (kćla)

- Compression (ţrýstingur)

- Elevation (upphćkkun)

Semsagt ţegar viđkomandi tognar á ökkla hvort sem um er ađ rćđa tognun í íţróttaleik, viđ göngu, hlaup eđa hvađ sem er ađ ţá er mćlt međ hvíld, kćlingu, ţrýsting utan um liđinn ásamt ţví ađ liggja međ upphćkkun undir fćtinum.

Ţegar talađ er um hvíld ađ ţá er ţađ hvíld viđ ţungaberandi stöđu en um ađ gera ađ hreyfa ökklann ađ verkjamörkum liggjandi eđa sitjandi.

Eftir RICE međferđina ţá er ráđlagt ađ panta tíma hjá sjúkraţjálfara til ađ hćgt sé ađ skođa og meta ástandiđ ásamt ţví ađ setja upp endurhćfingaprógramm, mismunandi er eftir alvarleika hvernig međferđ er háttađ en hún snýst ađ mestu um ađ:

- Hafa stjórn á bólgunni.

- Ná upp eđlilegum hreyfiferli.

- Ná upp eđlilegri hreyfigetu.

- Styrkja vöđva í kringum ökkla og kálfavöđva.

- Ţjálfa upp stöđuskyn og jafnvćgi.

Endurhćfingin er stigvaxandi og er sérhönnuđ eftir hverjum og einum. Endurhćfingin samanstendur af nokkrum fösum og mikilvćgt er ađ fara ekki fram úr sér. Ef viđkomandi fer of geyst getur ţađ leitt til endurtekinnar tognunar sem hćgir ţar af leiđandi enn meira á endurhćfingaferlinu.

Ţađ er engin ákveđin tímarammi á hversu langan tíma ţađ tekur ađ jafna sig. Ţó er vitađ ađ liđböndin sjálf taka ađ minnsta kosti 6 vikur ađ jafna sig. Vöđvastyrkur, hreyfiferill, stöđuskyn og jafnvćgi er svo mismunandi eftir hverju tilfelli fyrir sig.

Grein af vef netsjukrathjalfun.is  

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré