Fara í efni

Passaðu upp á augun og verndaðu sjónina – hér eru 5 góðar staðreyndir til verndar augunum

Af okkar fimm skilningarvitum, hvert þeirra ertu mest hrædd/ur að missa ?
Passaðu upp á augun og verndaðu sjónina – hér eru 5 góðar staðreyndir til verndar augunum

Af okkar fimm skilningarvitum, hvert þeirra ertu mest hrædd/ur að missa ?

Ef þú ert eins og flestir þá er svarið eflaust að missa sjónina.

Sjónin er okkur afar dýrmæt svo það er ekkert skrýtið að það séu allskyns mýtur í gangi um það hvað getur skemmt sjónina og hvað getur varið hana.

Hér að neðan eru fimm mýtur sem við afsönnum og einnig hvað það er sem virkilega ver sjónina.

Mýta: Að gera augnæfingar mun seinka nauðsyn þess að þurfa gleraugu.

Staðreynd: Augnæfingar bæta ekki sjónina eða verja hana. Sjónin þín stólar á marga þætti, eins og t.d lögun augnknattar og heilbrigði vefja í augum. Og hvorugt þetta getur verið bætt eða breytt með augnæfingum.

Þegar við eldumst þá eldast auðvitað augun okkar með og sjónin fer að versna og hjá sumum getur sjónin versnað hratt. Það þarf að læra að þekkja þá áhættu þætti er koma að sjóninni og ákveðnum augnsjúkdómum. Má þar nefna t.d gláku, vagl í augum og aldurstengdum sjúkdómum. Einnig getur sjón versnað hjá sykursjúkum.

Hvaða skref eru best að taka til að koma í veg fyrir augnsjúkdóma eða hvernig best er að meðhöndla þá áður en sjónin verður mjög slæm ?

Mýta: Að lesa í rökkri mun skemma sjónina.

Staðreynd: Að lesa í litlu ljósi skemmir ekki sjónina. Hins vegar munu augun finna fyrir þreytu fyrr en ella ef þú lest við gott ljós. Besta leiðin til að lesa er að vera með ljós sem skín beint á það sem þú ert að lesa.

Mýta: Gulrætur eru það besta sem þú getur borðað fyrir sjónina.

Staðreynd: Gulrætur innihalda mikið af A-vítamíni sem er gott fyrir sjónina. En ferskir ávextir og dökkgrænt grænmeti sem inniheldur mikið af andoxunarefnum og vítamínum eins og C og E eru einfaldlega betri fyrir sjónina.

Andoxunarefnin geta jafnvel hjálpað til við að verja augun gegn vagli og aldurstengdum sjúkdómum. En alls ekki skal búast við því að þessi efni lagfæri sjón á nokkurn hátt eins og t.d nærsýni eða fjarsýni.

Mýta: Það er voða gott að vera ekkert alltaf með linsurnar eða gleraugun. Að sleppa þessu tvennu hvílir augun.

Staðreynd: Ef þú þarft að nota gleraugu eða notar linsur þá skaltu nota þetta. Að sleppa gleraugum eða linsum eykur á áreynslu augna og þreytir þau í stað þess að hvíla þau. Hins vegar þá versnar sjónin ekki við að sleppa þeim eða leiðir til sjúkdóma í augum.

Mýta: Að horfa á tölvuskjá allann daginn er slæmt fyrir augun.

Staðreynd: Að nota tölvu skemmir ekki sjónina. Hins vegar að horfa á tölvuskjá allann daginn getur þreytt augun mikið. Fólk sem notar tölvur daglega eða allann daginn á það til að blikka ekki augum eins oft og nauðsynlegt er, og þá þorna augun upp og það veldur miklum óþægindum. Til að koma í veg fyrir þetta þá er gott að hafa ekki of mikla birtu á skjánum og taka pásu frá tölvuskjá á 20 mínútna fresti yfir daginn. Og muna að blikka augunum reglulega.

Þessar upplýsingar eru frá sérstakri rannsókn sem gerð var af Harvard Medical School.