SLITGIGT - grein frá Íslenskri Erfagreiningu

Slitgigt (osteoarthritis) er algengust sjúkdóma í liđamótum. Hún getur komiđ fram hjá ungu fólki en á síđari hluta ćvinnar verđur hún ágengari og getur valdiđ miklum ţjáningum og fötlun.

Helstu einkenni

Helstu einkenni hennar eru verkir í liđum, stirđleiki og minnkuđ fćrni. Ţetta ágerist eftir ţví sem sjúkdómnum fleygir fram; liđirnir virđast stćkka og eru stundum bólgnir. Harđir hnútar eru oft áberandi í fingrum slitgigtarsjúklinga.

Algengust er slitgigt í liđum í höndum, hnjám, mjöđmum og hrygg og koma skemmdir fram í beinum, brjóski, liđböndum og liđpokum.

Orsakir

Orsakir sjúkdómsins eru ekki vel ţekktar en ljóst er ađ álag á liđi og erfđir hafa áhrif á einkenni hans og framgang. Ţannig geta áverkar á liđum valdiđ slitgigt og offita eykur hćttu á sjúkdómnum í hnjám og mjöđmum vegna álags.

Međhöndlun

Međhöndlun er ađallega fólgin í lyfjameđferđ viđ verkjum. Mjúk hreyfing er ţó gagnleg slitgigtarsjúklingum. Ţeim sem eru of ţungir og eru međ slitgigt í hnjám eđa mjöđmum er ráđlegt ađ grennast til ađ létta álagiđ á liđina. Einnig koma liđskifti til greina ţegar verkir verđa of miklir.

Rannsóknir Íslenskrar erfđagreiningar

Slitgigt er nokkuđ fjölskyldulćgur sjúkdómur, sérstaklega í höndum. Íslensk erfđagreining (ÍE) hefur unniđ ađ rannsóknum á erfđum slitgigtar í hátt á annan áratug í samstarfi viđ Helga Jónsson, prófessor í gigtarlćkningum viđ lćknadeild Háskóla Íslands og Ţorvald Ingvarsson, bćklunarlćkni. Yfir 6000 slitgigtarsjúklingar, ásamt 5500 nánum ćttingjum, hafa tekiđ ţátt í rannsóknunum, auk ţeirra fjölmörgu sem eru í viđmiđunarhópi.

Brýn ţörf er á lyfjum sem draga úr einkennum og bćta líđan slitgigtarsjúklinga og leita ÍE og samstarfsfólk svokallađra lyfjamarka, sem eru ţrep í efnaskiptum líkamans ţar sem lyf geta haft áhrif á starfsemi líkamsfruma og unniđ gegn sjúkdómum. Í rannsóknunum er reynt er ađ finna gen (erfđavísa) sem áhrif hafa á sjúkdóminn. Gen ákvarđa gerđ og myndun prótína (eggjahvítuefna). Prótín stýra starfsemi frumna líkamans og eru ţví lyfjamörk.

Vísindamönnum ÍE og samstarfsfólki hefur tekist ađ finna nokkrar breytingar í erfđaefni, sem auka áhćttu einstaklinga á ađ fá slitgigt og hafa niđurstöđurnar veriđ birtar í vísindagreinum á alţjóđavettvangi (1-3).

Slitgigt í höndum; erfđabreytingar auka áhćttu

Nýjasta rannsókn ÍE birtist í apríl 2014 í vísindatímaritinu Nature Genetics ţar sem sagt var frá ţví ađ uppgötvast hefđu tvćr erfđabreytingar, sem auka líkur á alvarlegri slitgigt í höndum (3). Önnur breytingin, og sú algengari, eykur áhćttuna á alvarlegri slitgigt í höndum um helming. Hún er í geni sem tengist myndun bođefnisins retinoic sýru. Vitađ er ađ ţetta bođefni hefur áhrif á viđhald beina og brjósks í líkamanum. Samstarfsađilar ÍE viđ sjúkrahús í Hollandi og Bretlandi stađfestu síđan í kjölfariđ sambćrileg áhrif ţessarar breytingar í eigin slitgigtarhópum. Hin breytingin er mjög sjaldgćf. Ţeir, sem hafa hana, eru hinsvegar fimmtíu sinnum líklegri til ađ fá slćma slitgigt í hendur en ţeir sem hafa hana ekki. Auk ţess eru ţeir líklegri til ađ fá slitgigt í ađra liđi.

ÍE hefur einnig veriđ virkur ţátttakandi í alţjóđlegu samstarfi um erfđarannsóknir á slitgigt. Ţetta eru fjölmennar alţjóđlegar rannsóknir sem hafa fundiđ erfđabreytingar sem varđa áhćttu á slitgigt í mjöđmum og í hnjám. Hver ţessara breytinga hefur tiltölulega lítil en ţó marktćk áhrif á áhćttu (4-8).

Smelltu HÉR til ađ skođa frekara efni um slitgigt og skođa myndbönd. 

Grein af vef decode.is 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré