Fara í efni

Stofnaður hefur verið fjölþjóðlegur skóli sem býður uppá nám í ráðgjöf við ofáts- og þyngdarvanda

Námið er fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsgreinum, íþróttakennara, einkaþjálfa, markþjálfa, fíknirráðgjafa og aðra þá sem vilja auka þekkingu sína á ráðgjöf og meðferðum við þessum vanda. Námið er einnig opið þeim þeim sem eru áhugasamir um þennan málaflokk.
Stofnaður hefur verið fjölþjóðlegur skóli  sem býður uppá nám í ráðgjöf við ofáts- og þyngdarvanda

Námið er fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsgreinum, íþróttakennara, einkaþjálfa, markþjálfa, fíkniráðgjafa og aðra þá sem vilja auka þekkingu sína á ráðgjöf og meðferðum við þessum vanda.  

Námið er einnig opið þeim þeim sem eru áhugasamir um þennan málaflokk.

Opinn kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17-18
í Síðumúla 33.


  • Að námi loknu er hægt að sækja um diplóma viðurkenningu hjá Nordic/Baltic Certification Regional Board sem ráðgjafi vegna át- og þyngdarvanda (FAC Food Abuse Counselor).
  • Námstíminn eru 4 mánuðir og hefst með kynningu á námsefninu laugardaginn 4.2.17. 
  • Námið fer fram með fjarfundabúnaði í 15 vikur og lýkur með 5 daga vinnulotu í lok námstímans.
  • Kennt verður á ensku, en íslenskir þátttakendur geta sent inn verkefni á íslensku og fengið aðstoð við tungumálið.


Eftirfarandi eru m.a. nokkrir af þeim fjölmörgu þáttum sem teknir verða fyrir í náminu.

Orsakir át- og þyngdarvanda, meðferðarinntökur, skimanir, greiningar og uppsetning á meðferðar-prógrömmum.  Kynning á helstu ráðgjafatækni, áfallavinnu, forvörnum, fræðslu, endurkomum, 12 spora bataferlinu, meðvirkni og fjölskyldunni, siðfræði og líffræði.  

Nú þegar hefur fagfólk frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Ísrael, Svíþjóð, Spáni og Íslandi, skráð sig í námið, en enn er laust fyrir fleiri áhugasama Íslendinga.

Nánari upplýsingar hjá Esther Helgu í síma 699-2676 eða esther@mfm.is

Kennarar við skólann eru þverfaglegur hópur sérfræðinga.

Kennarar:

 

Dr. Marty Lerner er doktor í sálfræði og með yfir 40 ára reynslu í meðferðum við átröskunum.  Hann stofnaði og stjórnar Milestone meðferðastöð vegna átraskana í Florida, Bandaríkjunum. 



Bitten Jonson er frá Svíþjóð og er hjúkrunar- og fíknifræðingur að mennt.  Hún hefur yfir 30 ára reynslu í greiningum og fíknimeðferðum með áherslu á sykurfíkn.  Bitten hefur þróðan sérstakt greiningartæki SUGAR, til að greina sykur/matarfíkn og aðrar fíknir. Bókin hennar Suckerbomban, hefur verið þríendurútgefin í Svíþjóð.

Dr. Vera Tarman er fíknilæknir frá Kanada, með yfir 30 ára reynslu í fíknimeðferðum.  Hún er yfirlæknir á stærstu fíknimeðferðastöð í Kanada sem glímir við ýmsar fíknir m.a. matarfíkn.  Hún hefur nýlega gefið út bókina Foodjunkies ásamt Philip Werdell.



Philip Werdell MA  er frá Bandaríkjunum og hefur stjórnað meðferðarvinnu vegna matarfíknar og átraskana í yfir 30 ár. Fyrst sem dagskrárstjóri meðferða hjá Glenbeigh geðsjúkrahúsinu og síðar sem stofnandi og  framkvæmdastjóri ACORN  Food Dependency Recovery Services í Flórida, Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út fjölda bóka; ma. Bariatric surgery and foodaddiction og Foodjunkies ásamt Veru Tarman.

Mary Foushi CENAPS  hefur yfir 20 ára reynslu í meðferðum við át- og matarfíkn.  Hún er meðstofnandi og stjórnandi ACORN; Food Dependency Recovery Services í Flórída, Bandaríkjunum.

Theresa Wright MS er löggiltur næringarsérfræðingur frá Bandaríkjunum með yfir 40 ára reynslu sem slík.  Hún hefur sérhæft sig í meðferðum fyrir þá sem glíma við átraskanir og sykur/matarfíkn.

Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.  er frá Íslandi.  Hún er með meistaragráðu í stjórnun í heilbrigðisþjónustu, fíkniráðgjafi og sérfræðingur í meðferðum og át-og matarfíkn.  Hún stofnaði MFM miðstöðina, meðferða og fræðslumiðstöð vegna át-og matarfíknar fyrir 10 árum.  Esther Helga er stjórnandi og skólastjóri INFACT.