Fara í efni

Er offitan bara orðin svona auðveld ?

Þannig værum við öll orðin slank og flott . En lífið er eins og ég hef svo sagt ekki "Feitur/mjór" Heldur allur skallin þar á milli.
Hér eru afleiðingar sjúklegrar offitu.
Hér eru afleiðingar sjúklegrar offitu.

Góðan daginn.

Ég hafði svolítið gaman af einni sem sat með mér ásamt nokkrum yfir kaffibolla :)

"Iss í dag er þetta ekkert mál "
Þú ferð bara í magaminkun.....kílóin gufa upp :)
Eftir það er bara svunta og fitusog og málið er dautt.

Mér svelgdist á kaffinu :) :)
Þetta var meira í gríni sagt...en ég sá þetta svo fyrir mér eitthvað.
Já sumir sjá lífið fyrir sér einfalt.
Og mikið sem það væri nú snild ef þetta væri svarið.
Við öll í magaminkun.....og svuntu stúss og fitusog á eftir.
Þannig værum við öll orðin slank og flott .
En lífið er eins og ég hef svo sagt ekki "Feitur/mjór"
Heldur allur skallin þar á milli.

Heilsan og heilbrigðið .
Heilsan hjá mér var komin við hættumörk.
Ég var ekki heilbrigð í þessum stóra alltof þunga líkama.
En í dag á ég stóran heilbrigðan líkama .
Ég verð seint kölluð "gunna stöng" eða "solla bolla"
Hvar stend ég þá??

Ef ekki er hægt að pilla á mig og flokka ?
Jú þar kemur heila málið hættum að flokka!
Hættum að uppnefna og eineltast út í líkama.
Við erum öll allskonar.
Ég sit uppi með líkama sem seint bíður þess bætur að hafa verið komin í flokk sjúklegrar offitu.
En ætla ég að fela mig og skammast mín fyrir sjálfa mig öllu lengur NEI.

Þessar myndir í dag sína hvernig ég kem undan þessum skurði.
Ég fór í leiðréttingu á magasvæði.
Eftir að hafa misst 50 kíló gat ég ekkert gert til að vinna sjálf með þennan auka maga sem sat eftir.
Ég var með gríðalega stórt kviðslit sem þrýstist út úr maganum.
Magavöðvar sem voru gliðnaðir og þurfti að sauma saman.
Auka skinn og aukafita sem ég réð ekki við fjarlægð.
Það eru komnir 4 mánuðir síðan ég fór í þessa stóru aðgerð.
Skurðurinn grær eins og í sögu.
Naflinn sem í kom drep er alveg gróin og er snildar vinna.
Ég fékk semsagt nýjan nafla.
En ég er ekki búin að ná mér eftir þennan uppskurð og er langt í land.
Ég þarf að passa mig mikið.
Ég þarf að passa mig í ræktinni!
Og að komast aftur upp í fyrri styrk ....langt í land.
En iss þetta kemur .
En er þetta þá þess virði?
Já í mínu tilviki var þetta lífsnauðsynlegt.
Þetta var farið að hamla mér dagsdaglega.
Komst ekki mikið lengra áfram með þennan maga framan á mér.

Að fara í svona aðgerð.....svona stóra aðgerð sem mér var lífsnauðsyn er einkamál .
Sjúkratryggingar taka ekki þátt í svona aðgerð.
Og þar sem offitan er á svo lágu plani hér á landi fékk ég ekki einu sinni inn á sjúkrahús við þessa aðgerð.
Send heim með dren og fleiri hundruð saumuð spor í og á kviðnum.
Morfín undir tungu....hjólastóll og ut í bíl .
Nokkrum klukkustundum eftir þennan skurð....
Fyrstu dagana heima man ég varla eftir.
En ef ég ætti að lýsa þeim dögum "Helvíti"
Ég veit ekki alveg hvernig ég get barist ein fyrir breyttum málum okkar offitu sjúklinga.
En ég mun seint þreytast á að ræða þessi mál og berjast fyrir aðgerðum á manneskjulegri hátt.
Við hljótum að eiga meiri rétt!!
Ég kalla eftir hlustun.

Ég fæ ótrúlega mörg skilaboð frá fólki í svipuðum aðstæðum og ég var og er í.
En fólk þorir ekki að tjá sig opinberlega.
Það liggur ennþá skömm yfir svona aðgerðum.
Og fólk vill ekki tala opinberlega um þessi mál.
Ég skil það að vissu leiti því við erum svo aftarlega með mál offitunar hér á landi.

En öll umræða opnar nýja vídd.
Þess vegna held ég áfram :)

Njótið dagsins <3