Fara í efni

Notkun snjallsíma hefur mest áhrif á börn og ungt fólk

Notkun snjallsíma hefur mest áhrif á börn og ungt fólk

Notkun ýmissa snjalltækja hefur aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug.

Í öllum aldurshópum eru einstaklingar sem líklega mega teljast háðir einhverju slíku tæki og þá kannski sérstaklega símum.

Samantekt rannsókna á því hvaða áhrif notkun allra þessara skjáa hefur á líkama okkar leiðir í ljós að af þeim 67 rannsóknum, sem skoðuðu áhrif skjánotkunar á börn og ungt fólk, sýna 90% að slík notkun hefur neikvæð áhrif á svefn einstaklinga. Það sem verra er, þá virðast áhrifin vera meiri eftir því sem einstaklingurinn er yngri.

Þessar upplýsingar eru svo sem ekkert nýjar af nálinni. Rannsóknirnar sem hér er rýnt í ná allt aftur til ársins 1999 þegar snjallsímar voru ekki komnir til sögunnar, en þá voru samt sem áður skjáir að hafa áhrif á líf ungmenna, kannski aðallega sjónvarpskjáir. Þegar skjárinn er svo kominn í hendina er fjarlægðin miklu minni og áhrifin einnig mun meiri.

Skjá og snjallsímanotkun getur haft margvísleg áhrif á okkur sem getur leitt til truflunar á svefni. Fyrst ber kannski að nefna tímann, en fólk eyðir oft dýrmætum svefntíma í að skoða skjái og klára síðustu skilaboð dagsins. Að auki getur athöfnin sem verið er að framkvæma valdið spennu í líkamanum, kannski er athöfnin spennandi leikur eða bara samskipti við skókafélagana eða eitthvað þar á milli, allt þetta skilur hugann eftir fullan af hugsunum (og boðefnum) sem ýta undir vöku, frekar en svefn.

En síðast en ekki síst ber að nefna að bláa ljósið sem skjáirnir gefa frá sér hindra myndun melatóníns í heilanum, en melatónín er . . .  LESA MEIRA 

Af vef hvatinn.is