Fara í efni

Hjartað og fótboltinn

Það er ekki að efa að margt hjartað hefur slegið hraðar á Íslandi síðastliðna sólahringa þar sem landslið okkar Íslendinga er nú að spila í fyrsta sinn á EM.
Hjartað og fótboltinn

Það er ekki að efa að margt hjartað hefur slegið hraðar á Íslandi síðastliðna sólahringa þar sem landslið okkar Íslendinga er nú að spila í fyrsta sinn á EM.

Íslenska landsliðið í fótbolta hefur náð besta árangri sem við höfum náð um dagana og í raun náð mikið lengra heldur en nokkur hefði þorað að vona og við skulum svo sannarleg njóta þess.

Já njótum þess að liðið okkar hafi náð þessum stórkostlega árangri að komast á EM og það verður frábært að fá að fylgjast með þeim á stóra sviðinu etja kappi við rjómann í evrópskri knattspyrnu.

Framtíð Íslenskrar knattspyrnu er björt og gengi bæði kvenna og karla liðanna er mikill og góður skóli fyrir þá sem hafa tekið þátt og góð æfing fyrir okkur sem þjóð að taka þátt í ævintýrum þar sem draumar rætast.

Íslensku landsliðinn hafa skapað nýja hefð í Íslenskum fótbolta, hefð þar sem sigrarnir falla með okkur af því við höfum trú og getu til þess, það er dýrmætt.

Hjartað og knattspyrna

En velgengninni fylgir líka hærra spennusti, hærri blóðþrýstingur örari hjartsláttur og meiri steita. Það kemur ýmislegt merkilegt í ljós þegar maður veltir fyrir sér hjartaheilsu og háspennu sem fylgir slíkum stórleikjum í knattspyrnu eins og eru í framundan.

Ég skoðaði umfjöllun um hjartað og fótbolta og nokkuð víða hafa hjartasérfræðingar varað viðkvæma við að missa sig í æsingnum á kappleikjum því það geti haft slæm áhrif á hjartað.

Sem dæmi þá vöruðu sérfræðingar í Egyptalandi samlanda sína við þegar Egyptaland og Alsír áttust við um laust HM sæti í nóvember 2009.

Þar voru þeir sem voru veilir fyrir hjarta vinsamlegast beðnir um að sleppa því að horfa á leikinn til að koma í veg fyrir kvíða, of mikinn ákafa, streitu og mikinn hávaða sem gæti leitt til alvarlegra hjartavandamála.

Við sama tilefni var það haft eftir hjartasérfræðingi að í rannsókn sem gerð var í Sviss kom fram að spennan sem fylgir fótboltaleikjum hafi jafnvel haft áhrif á hjarta fólks sem er ekki haldið . . . LESA MEIRA