Fara í efni

Beinin fara að rýrna eftir 25 ára aldur

Um miðja nítjándu öld voru ævilíkur Íslendinga við fæðingu innan við 50 ár en hafa síðan vaxið jafnt og þétt og eru nú yfir 80 ár.
Beinin fara að rýrna eftir 25 ára aldur

„Um miðja nítjándu öld voru ævilíkur Íslendinga við fæðingu innan við 50 ár en hafa síðan vaxið jafnt og þétt og eru nú yfir 80 ár. Fyrir hver fjögur ár sem við lifum högnumst við um eitt,“ segir Pálmi V. Jónsson prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, í ritstjórnargrein í Læknablaðinu.

„Einstaklingur sem er 65 ára hefur nú tólf og hálfu ári lengri ævilíkur en við fæðingu. Um tveir þriðju hvers fæðingarárgangs nær þessu æviskeiði, stækkandi hlutfall með tíma. Konur hafa þremur árum lengri ævilíkur en karlar sem er minnsti munur sem þekkist. Ekki eldast allir á sama hátt og breytileiki einstaklinga vex stórlega með aldri.
 
Margir af mikilvægustu sigrum heilbrigðisþjónustunnar eru fólgnir í því að hafa breytt bráðum sjúkdómum í langvinna. Eldra fólk safnar ekki aðeins á sig langvinnum sjúkdómum heldur tekur líkaminn víðtækum og miklum aldurstengdum breytingum, sem færa má gild rök fyrir að séu ígildi sjúkdóma. Tökum dæmi. Æðakerfið stífnar með aldri og efri mörk blóðþrýstings hækka. Slagbilsháþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjarta- og heilaáfalla eldra fólks. Hjartavöðvinn stífnar og leiðir af sér hjartabilun með varðveittu útfallsbroti. Bein taka að rýrna eftir 25 ára aldur hjá báðum kynjum og . . . LESA MEIRA