Fara í efni

Brynja Guðjónsdóttir er verkefnastjóri sjálfboðaliða fyrir Smáþjóðaleikana – hér er stutt viðtal við hana

Brynja Guðjónsdóttir er verkefnastjóri sjálfboðaliða. Hún hefur unnið í íþróttahreyfingunni alla sína ævi og starfað síðustu ár í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. ÍBR var viljugt til að lána hana til ÍSÍ tímabundið til að vinna að sjálfboðaliðaverkefni Smáþjóðaleikanna.
Brynja Guðjónsdóttir
Brynja Guðjónsdóttir

Brynja Guðjónsdóttir er verkefnastjóri sjálfboðaliða. Hún hefur unnið í íþróttahreyfingunni alla sína ævi og starfað síðustu ár í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. ÍBR var viljugt til að lána hana til ÍSÍ tímabundið til að vinna að sjálfboðaliðaverkefni Smáþjóðaleikanna.

Hún ætlar að svara því hvað er búið að gera í tengslum við sjálfboðaliðaverkefnið, hvað er í gangi núna og hvað er framundan.

Hvernig hefur sjálfboðaliðaverkefninu vegnað? 

Mjög vel. Í byrjun voru valin slagorð og þekktir íþróttamenn til að kynna verkefnið. Broddi Kristjánsson og Helga Margrét voru spennt fyrir að skrá sig sem fyrstu sjálfboðaliðana þegar að skráningarkerfið opnaði 3. október og slagorðið „Býr kraftur í þér?“ var valið. ÍSÍ og ZO-ON mynduðu samstarf, en ÍSÍ útvegar sjálfboðaliðum fatnað frá ZO-ON. Unnið var vel að því að kynna verkefnið með því að hengja upp veggspjöld í íþróttamannvirki og dreifa kynningarmiðum á valda staði, fara í útvarps-, blaða– og sjónvarpsviðtöl. 

Einnig voru gerðar þrjár sjálfboðaliðaauglýsingar með framleiðslu-fyrirtækinu Tjarnargatan, sem voru sýndar á samfélagsmiðlum ÍSÍ og á RÚV.

Hvað er í gangi núna? 

Núna eru auglýsingarnar enn lifandi og vonandi horfa sem flestir og við náum 1200 sjálfboðaliðum. Síðan er verið að undirbúa lok skráningarkerfisins, sem lokar þann 25. febrúar.

Hvað er framundan? 

Í mars verður hlutverkum og vöktum úthlutað til sjálfboðaliða. Í apríl fer fram fatamátun og þjálfun sjálfboðaliða um land allt. Í maí verður afhentur fatnaður, aðgangsskírteini og gjafir frá samstarfsaðilum. Í júní hefst síðan veislan.

Allar almennar upplýsingar um Smáþjóðaleikana eru á heimasíðunni HÉR.