Fara í efni

Hjólað í skólann 2015

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni er hafin .
Hjólað í skólann 2015

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni er hafin og stendur frá 9.–22. september 2015. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Keppt verður að vanda um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans og skiptir máli að fá sem flesta til að taka þátt sem flesta daga. Mikilvægt er að skrá fyrst framhaldsskólann og breiða svo út boðskapinn til að fá sem flesta með. Opið er fyrir skráningu á http://www.hjolumiskolann.is/

Samstarfsaðilar í tengslum við Hjólum í skólann eru: ÍSÍ, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Samgöngustofa, Hjólafærni á Íslandi, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Valitor og Örninn.

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að verkefnið heppnist vel og það verði fastur liður á viðburðardagatali skólanna í framtíðinni.


Héðinn Svarfdal Björnsson

verkefnisstjóri fræðslumála

af vef landlaeknir.is