Fréttatilkynning: ÍSÍ og Tama City Tokyo undirrita viljayfirlýsingu í tengslum viđ Ólympíuleikana í Tókýó 2020

Íţrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritađ viljayfirlýsingu (Memorandum of understanding) viđ Tama City Tokyo og Kokushikan háskólann sem snýr ađ ćfingaađstöđu fyrir íslenska hópinn sem tekur ţátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svćđisins, en um 150 ţúsund manns búa ţar og er sveitarfélagiđ 21 ferkílómeter ađ stćrđ. Nokkrir stórir háskólar eru stađsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af ţeim stćrri.

Viljayfirlýsingin felur í sér ađ Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóđa ćfinga- og gistiađstöđu fyrir íslenska hópinn í ađdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verđa ţannig ađsetur íslenska hópsins. Ţá munu allir ađilar stefna ađ ţví ađ auka samvinnu og samskipti sín á milli bćđi í ađdraganda leika, á međan ţeir standa yfir og ađ ţeim loknum. Ágćtis íţróttaađstađa er í borginni og á háskólasvćđinu og nálćgđ borgarinnar viđ mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tćkifćri til ţess ađ bćta enn frekar undirbúning og ađlögun. Hafa ber í huga ađ níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir ţátttakendur eiga langt ferđalag fyrir höndum.

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvćmdastjóri ÍSÍ, sagđi viđ ţetta tilefni: „Tćpt ár er í ađ Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og ţótt ađ margt sé óljóst međ stćrđ íslenska hópsins ţá er nauđsynlegt ađ tryggja ađstöđu fyrir okkar keppendur ţannig ađ ţeir geti stađiđ sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar ţakklátt fyrir stuđning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í ađdraganda leikanna.“

Undirritunin átti sér stađ í íslenska sendiráđinu í Tókýó, en íslenska sendiráđiđ hefur veriđ ÍSÍ innan handar varđandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna.

„Ţetta er ákaflega ánćgjulegur áfangi“ sagđi Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víđara samstarfi viđ sendiráđiđ um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir ađ taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“

Viljayfirlýsinguna undirrituđu ţau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvćmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformađur Kokushikan háskólans en auk ţeirra voru međal annars viđstödd ţau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráđinu, Andri Stefánsson, sviđsstjóri Afreks- og Ólympíusviđs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviđs ÍSÍ.

 

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré