Aukin ţjónusta viđ krabbameinssjúklinga á LSH

Landspítalinn hefur brugđist einkar vel viđ ábendingum sem Krabbameinsfélagiđ kom á framfćri í haust um erfiđa reynslu sjúklinga og ađstandenda af komum á bráđamóttöku spítalans. 

Nú hefur veriđ aukiđ viđ sérhćfđa frćđslu á bráđamóttöku um einkenni sjúklingahópsins og viđbrögđ viđ ţeim og unniđ er ađ auknu samstarfi sérfrćđinga á lyflćkningasviđi viđ starfsfólk bráđamóttökunnar.  Ţá verđur fariđ verđur yfir komur og endurkomur til ađ greina umfang og mögulegar breytingar á ákveđnum tímabilum.

Ţetta er međal ţess sem kom fram á fundi framkvćmdastjóra Krabbameinsfélags íslands og forstöđumanns Ráđgjafarţjónustu félagsins međ fulltrúum Landspítala ţann 29. nóvember síđastliđinn. Fyrir hönd Landspítala sátu fundinn Páll Matthíasson, forstjóri LSH, Guđlaug Rakel Guđjónsdóttir, framkvćmdastjóri flćđisviđs, Hlíf Steingrímsdóttir, framkvćmdastjóri lyflćkningasviđs og Ólafur Baldursson, framkvćmdastjóri lćkninga.

Bakvakt sérfrćđinga og fimm daga líknardeild

Upp úr áramótum verđa opnuđ 3 rými á fimm daga líknardeild, sem sérstaklega eru ćtluđ fólki sem fćr ţjónustu frá HERU í heimahúsum en ţarfnast tímabundiđ frekari ţjónustu. Međ ţessum rýmum er ćtlunin ađ fćkka komum ţessa hóps á bráđamóttöku.

Í janúar verđur mikil breyting á ţjónustu viđ fólk í krabbameinsmeđferđ ţví ţá verđur komiđ á sérstakri bakvakt sérfrćđinga sem sjúklingar og ađstandendur munu geta hringt í eftir lokun göngudeildar, frá fjögur á daginn til miđnćttis, til ađ fá ráđgjöf um  ýmis mál er geta komiđ upp tengt veikindum og/eđa krabbameinsmeđferđ. Í framhaldi af ţeirri ráđgjöf verđur hćgt ađ bóka fólk í bráđatíma á deild 11B ef ţörf krefur.

„Viđ hlökkum til ađ geta sagt enn betur frá ţessum úrrćđum sem verđa án efa mjög til bóta og geta fćkkađ komum á bráđamóttöku,“ segir Halla Ţorvaldsdóttir, framkvćmdastjóri Krabbameinsfélagsins: „Viđ stefnum ađ ţví ađ fá fulltrúa spítalans til ađ kynna ţá auknu ţjónustu sem af ţessu leiđir í byrjun nćsta árs.“

Eins og ítrekađ hefur veriđ fjallađ um vantar fjölda hjúkrunarfrćđinga til starfa á spítalanum og ţađ hefur margvíslegar afleiđingar. Ein er sú ađ á krabbameinslćkningadeild 11-E eru einungis 10 af 15 rúmum í notkun.

„Ţađ er auđvitađ grafalvarlegt mál og ţýđir međal annars ađ krabbameinssjúklingar ţurfa ađ leggjast inn á ađrar deildir,“ segir Halla; „önnur afleiđing er ađ loka ţarf hjartagátt spítalans sem aftur leiđir til ţess ađ aukinn fjöldi sjúklinga mun ţurfa ađ sćkja ţjónustu á bráđamóttöku spítalans í Fossvogi.“

Ljóst er ađ stöđugt ţarf ađ vera vakandi fyrir ţörfum einstaklinga sem greinast međ krabbamein og hvernig hćgt er ađ mćta ţeim á faglegan og árangursríkan hátt.

Krabbameinsfélag Íslands á í góđu samstarfi viđ starfsfólk Landspítala sem leggur sig fram um ađ vinna ađ úrbótum. Félagiđ fagnar ţví ađ ákveđiđ hefur veriđ ađ ofangreindur hópur hittist reglulega til ađ fara yfir ţau mál sem varđa ţjónustu viđ sjúklingahópinn.

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré