Fara í efni

Vellíðan fyrir alla, jöfnuður og heilsa - Lýðheilsuráðstefna 3.maí í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis standa fyrir lýðheilsuráðstefnu um jöfnuð og heilsu þann 3. maí nk. kl 12.30 – 16.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur. Yfirskrift ráðstefnunnar er Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa.
Vellíðan fyrir alla, jöfnuður og heilsa - Lýðheilsuráðstefna 3.maí í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis standa fyrir lýðheilsuráðstefnu um jöfnuð og heilsu þann 3. maí nk. kl 12.30 – 16.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur. Yfirskrift ráðstefnunnar er Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa.

Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á hvað jöfnuður til heilsu þýðir og hverjir eru helstu áhrifaþættir.  Fjallað verður um jöfnuð, heilsu og vellíðan í víðu samhengi fræðanna ásamt hagnýtum dæmum frá Evrópu og þá sérstaklega Írlandi, Noregi og Íslandi. 

Aðalfyrirlesari er Joan Devlin, sem leiðir Healthy Cities Network verkefnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), en hún stýrir einnig vinnu Belfast Healthy City sem á sér 25 ára sögu. 

Dina von Heimburg leiðir lýðheilsuverkefni í sveitafélaginu Inherred í Noregi og mun hún fjalla um jöfnuð í heilsueflandi samfélögum.

Farið verður yfir stöðuna í Reykjavík og hvað hægt er að gera til að gefa sem flestum  tækifæri til að upplifa góða heilsu og vellíðan

Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður undir stjórn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarfulltrúa.

Þátttakendur í pallborði verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Vildís Bergþórsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslustöðinni í Efra Breiðholti.

Ekki missa af þessari áhugaverðu ráðstefnu. 

Aðgangur er ókeypis og skráning er hafin Opnast í nýjum glugga.

Dagskrá ráðstefnunnar Vellíðan fyrir alla – Jöfnuður og heilsa