Fara í efni

Sara Björk gefur út leikjahandbók

Með því að þjálfa börn í gegnum leik er hægt að efla alla þroskaþætti barna á skemmtilegan og hvetjandi hátt.
það borgar sig að byrja nógu snemma að hreyfa sig
það borgar sig að byrja nógu snemma að hreyfa sig

Með því að þjálfa börn í gegnum leik er hægt að efla alla þroskaþætti barna, andlegan, félagslegan og líkamlegan þroska, vegna þess að leikurinn gefur barninu möguleika á því að örva ímyndunarafl sitt og sköpun. Markmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er að veita börnum jákvæða upplifun af íþróttaiðkun. Það má gera með því að þjálfa börn í gegnum leik á fjölbreyttan og árangursríkan hátt.

Þessi handbók er ætluð frjálsíþróttaþjálfurum barna 10 ára og yngri en hún hefur að geyma hugmyndir að leikjum sem þjálfa loftháð og loftfirrt þol, kraft, samhæfingu og liðleika. Leikirnir eru flokkaðir á aðgengilegan hátt sem ætti að auðvelda þjálfurum að skipuleggja markvissar og árangursríkar æfingar. Jafnvel þó að bókin sé ætluð til frjálsíþróttaþjálfunar getur hún nýst þjálfurum fleiri íþróttagreina og jafnvel við íþróttakennslu á yngri stigum grunnskóla.

Við gerð þessarar handbókar var stuðst bæði við íslenskar og erlendar heimildir. Auk þess koma fram leikir sem hvergi eru skráðir en hafa varðveist með með þjóðinni og eru þeir birtir og heimfærðir hér.

Leikjahandbókin er hluti af B.Sc. ritgerð í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík.           

Sara Björk hefur starfað sem barnaþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR undanfarin 6 ár. Síðastliðið vor úrskrifaðist hún sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hluti af BS verkefninu hennar var að útbúa leikjahandbók fyrir frjálsíþróttaþjálfun barna. Bókin hefur að geyma hugmyndir að leikjum sem þjálfa loftháð og loftfirrt þol, kraft, samhæfingu og liðleika. Í bókinni eru yfir 40 leikir flokkaðir niður í kafla eftir því hvaða þjálfunaráhrif leikirnir hafa. 


Með því að þjálfa börn í gegnum leik er hægt að efla alla þroskaþætti barna á skemmtilegan og hvetjandi hátt.
Jafnvel þó að bókin sé ætluð til frjálsíþróttaþjálfunar getur hún nýst þjálfurum fleiri íþróttagreina og jafnvel við íþróttakennslu á yngri stigum grunnskóla.

Þeir sem hafa áhuga ykkar á að kaupa þessa bók og notast við hana í þjálfun yngri flokka í ykkar íþróttagrein.

Bókin kostar 2000 krónur ef keypt er ein bók, ef keyptar eru fleiri bækur lækkar stykkjaverðið. Sendingarkostnaður er innifalin í verðinu. 

Ef þið hafið áhuga á að kaupa bókina endilega sendið póst á sarabjork90@gmail.com eða hafið samband í síma 6631670.

Höfundur: Sara Björk Lárusdóttir

Leiðbeinandi: Þórdís Lilja Gísladótti