Fara í efni

Reykjavíkurleikarnir hefjast á föstudag

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn dagana 17.-26.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.
Reykjavíkurleikarnir hefjast á föstudaginn
Reykjavíkurleikarnir hefjast á föstudaginn

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn dagana 17.-26.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Keppt er í 20 íþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum í ár en skíði hafa bæst við í hóp þeirra 19 íþróttagreina sem voru með í fyrra. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en í vikunni milli keppnishelganna verður haldin áhugaverð ráðstefna um afreksþjálfun

Fyrri keppnishelgina sem hefst á föstudag verður keppt í taekwondo, sundi fatlaðra og ófatlaðra, skíðaíþróttum, kraftlyftingum, frjálsíþróttum, dansi og badminton.  Hér á heimasíðu leikanna má finna dagskrá: http://rig.is/schedule 

Á fimmta hundrað erlendra gesta koma á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í ár ásamt rúmlega 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda í keppninni um helgina. Má þar nefna frjálsíþróttakonuna og íþróttakonu Reykjavíkur Anítu Hinriksdóttur og Ólympíuverðlaunahafann Jón Margeir Sverrisson. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. heimsmeistarinn í kraftlyftingum, Kjell Egil Bakkelund og Lukas Krpalek núverandi Evrópumeistari í júdó.

Föstudaginn 17.janúar verður haldin opnunarhátíð í Bláfjöllum kl.16:00. Keppt verður á snjóbrettum og samhliða svigi á opnunarhátíðinni í tilefni þess að skíði eru nú í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina á Reykjavíkurleikunum. 

Heimasíða leikanna er www.rig.is en þar má finna allar upplýsingar um íþróttagreinarnar sem keppt er í, dagskrá og fleira gagnlegt. Sérstök íslensk upplýsingasíða leikannawww.m.rig.is opnar innan skamms. Sex beinar útsendingar verða frá keppni leikanna á RÚV og 13 beinar vefútsendingar í samvinnu við SportTV. Sjá nánar hér.

Nánari upplýsingar veitir
Anna Lilja Sigurðardóttir
Upplýsingafulltrúi ÍBR
annalilja@ibr.is 
s. 868 6361