Fara í efni

Kvíði barna og unglinga – foreldranámskeið

Í samstarfi við geðsvið Landspítalans.
foreldranámskeið
foreldranámskeið

Í samstarfi við geðsvið Landspítalans.

Á námskeiðinu, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga.

Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum. Takmarkaður þátttakendafjöldi. 

Kennsla / umsjón:

Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar á Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans

Hvenær:

Mið. 26. og mán. 31. mars og mið. 2. apríl kl. 20:00 - 22:15 (3x)

Hvar:

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Verð:

35.900 kr. 

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Eðli og einkenni kvíða, hvernig kvíði birtist og af hverju börn verða kvíðin.

• Helstu kvíðaraskanir barna og unglinga, aðskilnaðarkvíði, almenn kvíðaröskun, fælni, ofsakvíði, félagskvíði, kjörþögli og áráttu-þráhyggjuröskun. 

• Helstu viðhaldandi þætti, s.s. hughreystingu, hugsanaskekkjur, flótta og forðun.

• Uppeldisaðferðir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíða með stigvaxandi hætti.

Kennslan byggir á fyrirlestrum um ofangreinda þætti, umræðum og léttum verkefnum.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað foreldrum og umönnunaraðilum barna og unglinga.

Kennari(ar):

Berglind Brynjólfsdóttir er með BA. próf frá HÍ, Cand.Psych. frá AarhusUniversityog sérnám í Hugrænni-atferlismeðferð. Berglind hefur m.a. unnið sem skólasálfræðingur og á Barna- og unglingageðdeild LSH og starfar nú á Barnaspítala LSH. 

Sigríður Snorradóttir er með BA. próf og Cand.Psych. próf frá HÍ. Sigríður starfar á Barna- og unglingageðdeild LSH. Berglind og Sigríður hafa haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um kvíða barna og unglinga.

Á síðu endurmenntun.is er hægt að skrá sig og þú finnur síðuna HÉR.